Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 71
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
65
á meðan herir Frakklands fóru með sigri í Belgíu, en
í ársbyrjun 1793 tóku þeir að fara halloka, yfirhers-
liöfðinginn Dumouries sveik föðurland sitt og gekk óvin-
unum á hönd. Innanlands reisti gagnbyltingin kambinn.
Hinir kaþólsku og klerkhollu bændur í Vendée gerðu
uppreisn og konungssinnaðir aðalsmenn hlésu að glóð-
unum. Byltingin var i voða stödd og hin jakóbínistiska
höfuðborg krafðist skjótra aðgerða, en ekki fagurrar
orðsnilldar. París heimtaði traust miðstjórnaralræði og
liún treysti, sem von var, engum til að hera það, nema
sjálfri sér og flokki sinum Fjallinu. En Gírondínar
hæði hötuðu og óttuðust þennan hræðilega alvalda
múgsins og þeir hjuggu sig til atlögu gegn París. En
hún varð þeim viðbragðsfljótari. Nóttina 30.—31. mai
gerðu deildir Parísar uþpreisn. 2. júni umkringdi bylt-
ingarher borgarinnar konventuna og hún samþykkir
fangelsun 29 Girondina. Enn einu sinni hafði Parísar-
horg unnið sigur á fulltrúaþingi þjóðarinnar. Iiún tók
sér pólitískt einræði til uppihalds einu og óskiptu
frönsku lýðveldi.
í sama mánuði og konventan lét svínheygjast fyrir
París, ræddi hún og samþykkti hina nýju stjórnarskrá
lýðveldisins. Þetta var róttækasta stefnuskrá, er borg-
aralegt lýðræði hefur nokkru sinni skapað, enda kom
hún aldrei til framkvæmda. Hún bætti við mannrétt-
indaskrána rétti fólksins til voiinaðrar uppreisnar, lög-
festi almennan kosningarétt, framfærsluskyldu ríkisins
o. s. frv. Hún var siðan lögð undir þjóðaratkvæði og
samþykkt.
Þótt stjórnarskrá þessi yrði aldrei að pólitískum veru-
leika, þá varð hún pólitískt vopn í höndum Fjallsins
gegn Girondínum, sem þetta sumar skáru upp herör upp-
reisnarinnar í borgum Suður- og Vestur-Frakklands
gegn einræði höfuðstaðarins. Uppreisnin hændi til sin
konungssinna og aðra gagnbyltingarmenn, og konventan
tók ómjúkum höndum á samblástursmönnunum. 1 apríl-
5