Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 73
TXMARIT MÁLS OG MENNINGAR
67
að lokum einn uppi sem persónugerfingur liinnar flekk-
lausu smáborgaralegu dyggðar og æðstiprestur hinnar
„guðdómlegu æðstu veru“. Fall þessa óvenjulega stjórn-
málamanns stóð fyrir dyrum. Samsæri innan konvent-
unnar kom honum blóðugum og liálfdauðum undir hina
iðjusömu fallöxi byltingarinnar 10. júli 1794.
Með falli Robespierre urðu hin mestu umskipti á
byltingunni. Alræði liinnar fátæku alþýðu og smáborg-
arastéttar hrundi í rústir. Borgarastéttin par excellence
gekk aflur fram á sviðið og settist í hinn valta sess,
sem nú var auður. Konventan bjó henni nýja stjórnar-
slcrá með fjárbundnum kosningarrétti, eins og í tíð
hinnar gömlu þjóðsamkomu. En eftir harða útivist for-
stjóratímabilsins var hin franska borgarastétt orðin
þreytt á pólitísku sjóvolki og leitaði lægis undir kon-
súls- og keisaraveldi Napoleons.
VII.
Franska byltingin hefur skapað Frakkland nútímans
og gert það að því, sem það er í andlegum, pólitísk-
um og félagslegum efnum. En hún hefur líka skapað
hinn borgaralega heim nútímans, þar sem lýðræði, laga-
legt jafnrétti og persónufrelsi er enn ríkjandi. Á hin-
um ærslafullu útbreiðsluárum sínum leysti hún bænd-
ur nágrannalandanna úr ánauð og færði mönnum
frelsisréttindi byltingarinnar í morgungjöf. Og þótt
gjafir hennar væru oft með agnúum, þótt hún snerist
yfir til landvinninga og þjóðakúgunar undir riki Napó-
leons, þá leysti hún samt gamlar viðjar, hvar sem liún
síakk niður marskálksstaf sínum. Þegar búið var að
tjóðra bana innan landamæra Frakklands, flugu póli-
tískar hugsjónir hennar heimsálfanna á milli og tóku
sér bústað meðal mannanna. í 150 ár hefur hinn sið-
menntaði heimur vermt krókloppna fingur sína við eld
hinnar frönsku byltingar. Og á þessum síðustu og verstu
5*