Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 75
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 69 KVÖLDLJÓÐ. Mitt lijarta er fullt af mjúku, svörtu myrkri, sem mannlegt auga fær ei gegnum séð. í dimmri ró það dylur vitund þinni á djúpsins botni allt, sem liefur skeð. Lát storminn æða blint um höll og hreysi og hrinda opnum dyrum riks og snauðs. Lát heimsins unað hyljast mold og sandi, mitt hjarta er ríkt og gætir vel síns auðs. Mitt hjarta er fullt af heitu, svörtu myrkri, sem hrynji miðrar nætur rökkursjár. Og djúpt i þessu myrkri er mynd þín falin, með munn sem granatepli og sólgyllt hár. P R E L U D E. Vefið mér skikkju úr villtum rósum, látið vindinn strjúka mitt gullna hár, ég skal fylla hjörtu ykkar heitri angan og hlæjandi sólskini. Ó, barn, ég er guð þinn, þitt angur skal verða hvítasta blómið í kórónu lífsins og krýna mitt höfuð. POSTLUDE. Svo lítils virði er þetta allt, sem ann ég, og allra gæfu er þröngur stakkur sniðinn. Sem hvítar dúfur hendur þinar fann ég í harmleik einhvers dags, sem nú er liðinn. Sem vindar Ijúfir rósum hvítum rugga í rökkri og kyrrð þú svafst í vitund minni. Og fegurð þín steig fram úr ljósi og skugga og fyllti lif mitt heitri angan sinni. Og svo í kvöld ég sit við opinn glugga og sé ei framar neitt, sem á þig minnir.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.