Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 78
72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
að mynd lesandans af skáldinu geti or'ðiS sem allra skýrust.
Engum mun blandast hugur um, að þetta hafi tekizt. Þó segir
próf. Nordal í formóla, að unnendur Stephans liljóti að sakna
ýmissa kvœða úr safninu, og mun það ekki ofmælt. Þau voru
ekki fá kvæðin, sem ég saknaði við fljótan yfirlestur bókarinn-
ar. Ég skal til dæmis nefna söguleg kvæði, eins og „Hjónaband-
ið“, sem mér finnst eitt af snjöllustu og bezt byggðu kvæðum
Stephans, „Norna-Gestur“, „Hjaðningavíg", „Fíflið", eða þá
„Gróttasöng", þar sem uppreisnarandi skáldsins brýzt fram með
ofurþunga, og eru þá aðeins fá talin. Eða tökum kvæði eins og
„Móður jörð“, sem er svo undurfagurt, þrátt fyrir öll missmíði
innan um! Og ef til vill hefði mótt taka fleiri af þeim kvæð-
um, sem léttust eru og auðskildust, t. d. „Hjónaskál“, sem ber
svo órækan vott um þá lífsgleði, sem Stephan var svo rikur af.
Og svona mætti halda áfram. En hverju ætti þá að sleppa í
staðinn? Þeirri spurningu ætla ég að lesandanum muni ofraun
að svara, og þykir mér ekki ólíklegt, að flestir loki bókinni
með sömu tilfinningu og ég, að engum mundi hafa tekizt valið
jafnvel og einmitt próf. Nordal.
Það getur stundum kostað allmikla fyrirhöfn að lesa kvæði
Stephans niður i kjölinn og njóta þeirra til fulls. En fáir hugs-
andi íslendingar munu iðrast þeirrar fyrirhafnar, heldur munu
þeir grípa bókina aftur og aftur, og finna þar undursamlegan
heim, sem verður þvi dásamlegri, sem maður kynnist honum betur.
Próf. Sigurður Nordal og stjórn Máls' og menningar eiga slcilda
almannaþökk fyrir þessa bók. Fátt getur verið þarfara en að
kynna þjóðinni ljóð þess snillings, sem var „mesti maðurinn
meðal íslenzkra skálda“. Á. Hj.
E v a C u r i e : Frú Curie. Ævisaga. íslenzkað hef-
ur Kristin Ólafsdóttir læknir. ísafoldarprent-
smiðja h.f.
Það er ef til vill barnalegt að fyllast gleði yfir sigri eins vís-
indamanns, s'em réttir mannkyninu vopn i hönd í baráttu þess
við sjúkdóma og dauða, meðan tugir og hundruð annarra vís-
indamanna sitja með sveittan skallann við að finna upp æ nýrri
og hraðvirkari tæki til þess að tæta sundur mannlegan líkama
og slíta úr honum lifið, og meðan þeir friðspillar sitja á valda-
stólum veraldarinnar, sem færa sér slíkar uppgötvanir í nyt.
En þó munu fáir lesa ósnortnir söguna um frú Curie, konuna,
sem fann radíum og lagði þannig fram ríflegan skerf til bar-
áttunnar gegn krabbameininu. Að vísu hafði hún þá enga hug-
mynd um lækningamátt þessa nýja frumefnis, en hún var leit-