Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 89
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
83
inga, náttúru landsins, sögu þjóðarinnar, menningu hennar, bók-
menntir og listir. ÞaS ár var tekin ákvörðun um útgáfu þess. Á-
hrifamesti menntamaður þjóðarinnar, sem lengi hafði notið mesta
trausts hennar, gengur i lið með Máli og menningu, verður rit-
stjóri þessa verks. Og með Sigurði Nordal taka til starfa beztu
vísindamenn og rithöfundar þjóðarinnar, til þess að undirbúa
útgáfu, sem verða mun hverjum íslendingi ómetanlegt verðmæti.
Og þó er hið veigamesta ótalið: viðtökur þær, sem hugmynd
þessa verks fær hjá félagsmönnum Máls og menningar, hjá ís-
lenzku þjóðinni. Þessi útgáfuhugmynd, eins og Mál og menning
sjálft, var reist á dæmafárri bjartsýni og bjargföstu trausti á
menningaráhuga íslendinga. Sú bjartsýni hefur ekki orðið sér
til neinnar háðungar, það traust hefur ekki i neinu brugðizt.
Arfur íslendinga var frá fyrsta degi sigur þess trausts, sem stjórn-
endur Máls og menningar bera til islenzku þjóðarinnar. Þennan
sigur er því meira að meta, sem jafnskjótt og útgáfuhugmyndin
var kunngerð, var gerð heiftúðug árás á Mál og menningu, sér-
staklega af einum valdamanni ríkisins, Jónasi Jónssyni, og engin
vopn til spöruð, að ófrægja félagið. Hefur árangur þeirrar her-
ferðar komið þannig fram í reyndinni, að yfir 500 hafa bætzt
við i Mál og menningu, en 5 menn hafa sagt sig úr félaginu.
Annars hafa félagsmenn Máls og menningar allir sem einn hald-
ið tryggð við félagið, engan óhróður látið hagga sér. Þeir hafa
þekkt félag sitt, stefnu þess, anda þess, gildi þess, betur en svo.
Við hina fyrstu atrennu hefur siður en svo tekizt að hnekkja
hið minnsta Máli og menningu. Þjóðin hefur hins vegar skipað
sér þar enn þéttar, félagið hefur orðið henni ennþá dýrmætara.
Miklu meiri athygli en áður hefur vaknað fyrir menningarstarfi
þess. Hverjum frjálshuga manni er orðið það ljóst, að Mál og
menning er sterkasta vigi menningarinnar i landinu.
Öfundarmenn Máls og menningar hafa fljótt komizt að raun
um, að það stoða ekki orðin ein til þess að kollvarpa félaginu.
Það hafa lika mörg önnur ráð verið upptekin, reynt á margan
hátt að spilla fyrir viðskiptum þess og verður sjálfsagt betur
gert. En einnig þar hefur komið i ljós, að Mál og menning á
marga forsvarsmenn og trausta vini. Nú hefur Jónas Jónsson
enn hafið sókn mikla, látið steypa saman Þjóðvinafélaginu og
Menningarsjóði, og vill nú óðfús gefa þjóðinni sem mest af bók-
um, sér nú allt í einu, að hvert heimili sé bókalaust, gerir Máli
og menningu stór yfirboð, stælir í einu og öllu aðferðir okk-
ar, og hefur áreiðanlega ekki nema eitt takmark með útgáfu
sinni: að reyna að ráða niðurlögum Máls og menningar. Að baki
útgáfunni er styrkur úr ríkissjóði, sennilega eftir þörfum. Bæk-
6*