Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 91
TÍMABIT MÁLS OG MENNINGAR
85
jónssonar í útgáfu Gunnars Gunnarssonar, verður tekið af engu
minni fögnuði en útgáfunni á Andvökum, enda kemur sá fögn-
uður þegar ótvírætt i ljós hjá félagsmönnum. Verk Jóhanns hafa
til þessa verið allt of ókunnug almenningi á íslandi, þó að ljómi
hafi lengi stafað af nafni hans. Það er svipað um hann og Gunn-
ar Gunnarsson, sem við höfum nú aftur heirnt úr útlegð. Þessi
tvö skáld, sem náð hafa heimsfrægð, munu á næstunni vinna sér
ástsæld allra íslendinga.
Fyrsta bók þessa árs verður „Det fromme elandet" eftir finnska
Nobelsverðlaunaskáldið Sillanpaá. Silja, eftir sama höfund, hef-
ur orðið mjög vinsæl bók, hér á landi eins og annars staðar, en
hún og Det fromme elándet eru taldar beztu hækur hans. Sil-
lanpaá er tvimælalaust snjallasti og vinsælasti núlifandi rithöf-
undur Finna. Haraldur Sigurðsson, sá sem þýddi Silju, hefur
jiegar lokið þýðingunni á Det fromme elándet og mun hún koma
úl innan skamms.
Tvö bindi af mannkynssögunni eru í undirbúningi. Höfum við
ákveðið, að annað þeirra komi út þegar á næsta ári og svo
hvert af öðru.
Að lokum þetta: Mál og menning vill ekki og getur ekki far-
ið í kapphlaup við neinn um útgáfu sína. Það mun hér eftir
sem hingað til gefa út fyrir það fé, sem það fær frá félags-
mönnum. Vegna verðhækkunar mun það heldur þurfa að draga
saman útgáfuna en auka hana. Við gefum út Tímaritið, Nóbels-
verðlaunabókina, fyrri hluta af ritum Jóhanns Sigurjónssonar og
sennilega eina bók enn, sem eftir er að ákveða hver verður.
Jafnframt verður starfað að útgáfu Arfsins. Félagsmenn Máls og
menningar mundu greiða mjög fyrir útgáfustarfinu með þvi að
borga árgjaldið snemma á árinu, t. d. við móttöku fyrstu bókar.
Kr. E. A.
Áskorun.
Arfur íslendinga er svo stórt og vandasamt verk, að ekki má
ætla styttri tíma en tvö ár til að ljúka prentun þess. Tilætlunin
er líka að hefja prentun fyrsta bindis um næstu áramót, eða
talsvert fyrr en ráðgert var upphaflega.
Nú eru áhættusamir tímar og mesta óvissa i öllum verzlunar-
málum. Vel gæti svo farið, að viðskiptasambönd slitnuðu við
nágrannaþjóðirnar, pappír yrði ófáanlegur eða hækkaði gífurlega
í verði. Að minnsta kosti er hætta á, að erfitt yrði að útvega sömu
pappírsgerð i allt ritið, ef hann væri ekki pantaður allur i einu.
Stjórn Máls og menningar telur þvi ekki annað vogandi, eins