Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Qupperneq 14

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Qupperneq 14
8 TÍMARIT MÁES OG MENNINGAR ábyrgt um stjórn lians, skal ]jað tekið frám, að þessir reilining- ar hafa aldrei síðan 1936 verið sendir til venjulegrar endurskoð- unar í fjármálaráðuneytinu, ekki verið birtir, svo sem lög sjóðs- ins mæla fyrir, og eru ekki enn komnir i vörzlur fjármála- ráðuneytisins. Hvað þessu ráðlagi veldur, er oss eðlilega að litlu leyti kunnugt. En áhugaleysi ráðsins að fá reikningana birta gæti staðið í sambandi við ráðstafanir, sem almenningi þykir ekki koma við. Svo er fyrir mælt, að af sameiginlegum sjóði megi taka fé til óhjákvæmilegra útgjalda (sbr. athugasemdir við fjárlagafrumvarp 1932). Árið 1940 hefur kr. 792.18 verið var- ið til veizluhalda. Fyrir óhjákvæmilegum útgjöldum af slíku tagi þekkjum vér enga heimild í lögum, og með því lága verði, sem þá var á matvörum og drykkjarföngum, er það allrífleg risna lianda svo fáum mönnum. — Þá er það lítt skiljanleg ráð- stöfun, að meðal ritlauna þessi tvö ár eru greiddar kr. 1050 + 1200 til ungrar stúlku, sem aldrei hefur ritað neitt, sem birzt hefur á prenti, „vegna ævisögu Jóns Sigurðssonar“. Þessi unga stúlka er að vísu dótlir manns, sem haft hefur á orði að rita bók um Jón Sigurðsson, þó að oss sé ókunnugt um, að Mennta- málaráð hafi samþykkt að gefa slíka bók út ósamda og óséða. En væri hér um aðstoð við samningu þeirrar bókar að ræða, mundi það öllum venjum samkvæmt, að höfundur greiddi slika aðstoð af ritlaunum sínum, en ekki kostnaðarmaður; enda mun Menntamálaráð ekki hafa getað haft neitt eftirlit með, hvað hin unga stúlka hefur unnið vegna fyrirhugaðrar ævisögu. — Fleiri dæmi skulu ekki nefnd, enda er þekking vor á reikningum sjóðs- ins af eðlilegum ástæðum mjög takmörkuð. Vér vitum, að bak við oss stendur ekkert pólitískt vald né flokkur og vér ætlum oss ekki þá dul að gefa hinu háa alþingi neinar reglur um ráðstöfun þessara mála né að gera til þess frekari kröfur en áður er vikið að. Hitt vitum vér, að sumt í starfsháttum Menntamálaráðs, einkum að því leyti, sem þeir mótast af gerræðislegri vanstillingu formanns þess, finnst oss lítt við unandi, teljum það skaðlegt heilbrigðum þroska íslenzkra lista og ósamboðið vel háttuðu þjóðfélagi. Það virðist m. a. öll- um fyrir beztu, að allir reikningar Menningarsjóðs, meðal ann- ars um hina umfangsmiklu bókaúgáfu hans, og um kaup á lista- verkum, komi hreinlega fram í dagsins ljós, svo að engar grun- semdir né getgátur komist þar að. Vér treystum hinu háa al- þingi að athuga þessi mál með ró og réttsýni, því að hverjum alþingismanni hlýtur að vera það áhugamál, að Menntamála- ráðið allt og hver einstaklingur þess ræki þvi samvizkusamleg-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.