Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Page 22
16
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
höfundar Frakklands við, og þeir eru í fimmta þættinum,
sem er rómantíska stefnan í Frakldandi, og i þessari nýju
frjálslyndu hreyfingu eru menn eins og Lamennais, Hugo,
Lamartine, Musset, George Sand. Og þegar hreyfingin berst
síðan frá Frakklandi til Þýzkalands, sigra hinar frjálslyndu
hugsjónir einnig þar, því að sjötti og síðasti flokkur þeirra
liöfunda, sem ég ætla að lýsa, vinnur í anda frelsisstríðs-
ins og hugsjónar júlíbyltingarinnar og líta, eins og frönsku
skáldin, á hinn mikla anda Byrons sem leiðtoga frelsis-
hreyfingarinnar. Þeir helztu af þessum liöfundum eru Gyð-
ingar að ætterni, eins og Heine, Börne og seinna Auerbach,
og þeir undirhúa, eins og samtimahöfundar í Frakklandi,
byltinguna 1848.“
Yið, sem erum aldir upp við hugsanafrelsi og' erum
lausir við hleypidóma fyrri tíma, eigum nú erfitt með, eftir
svo mörg ár, að skilja hin sterlcu áhrif Brandesar á sam-
tímamennina. En þeir skýra allir frá aðstreyminu, sem
var að fyrirlestrum hans, og þeirn eldliug, sem blossaði
með og móti hinum nýjum kenningum.
Fyrirlestrar Brandesar táknuðu andleg straumhvörf,
andlega lausn frá erfðavenjum og arffengnum hugsjón-
uni. Stefna hans var barátta fyrir andlegu, siðferðislegu
og stjórnmálalegu frelsi, barátta móti öllu, sem tálmaði
þróun hinnar frjálsu hugsunar. Georg Brandes hafði á
hendi sama hlut\rerk eins og Holberg á sinum tíma, en
var miklu róttækari. Þess vegna var liann af mörgum
álitinn eins konar andkristur og sundrari inannfélagsins.
Sjálfur kallaði liann sig í gamni „Lucifer“, þ. e. ljósberi,
fannst hann vera laus við alla syndameðvitund, áleit kristn-
ina sögulegt fyrirbrigði, vildi brjóta niður konungdóm,
kristni, bjónaband og eignarrétt. Sú frjálsa liugsun, það
frjálsa liferni var honum eitt og allt.
Líta ber á Georg Brandes og hlutverk lians aðallega
frá bókmenntalegu sjónarmiði, líta á bann sem brautryðj-
anda frjálsrar hugsunar. Það er misskilningur að telja
hann meðal stjórnmálamanna. Hann var alltof sjálfstæð-