Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Side 25
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
19
Andersen, Aarestrup, Bödtcher, Chr. Winther; af frönsk-
um: Victor Hugo, Heredia, Leconte de Lisle, Paul Verlai-
ne; af enskum: Byron og Shelley.
lÓviðjafnanlegar eru til dæmis lýsingar hans á því, þeg-
ar Gosse kenndi lionum að njóta kvæða Shelleys og þeg-
ar Brandes sjálfur heyrir lesið upp i fyrsta skipti kvæði
Bödtchers „Mödet med Bacchus“.
Þegar eg tek kvæðaskýringar og skáldalýsingar Brand-
esar fram yfir öll önnur verk hans, er það af ásettu ráði.
Yfirgnæfandi eiginleiki hans — til þess að nota mál Taines
— er rannsóknin á persónuleikunum, sálarlífi þeirra,
tengslunum milli sálarlífs og skáldskapar. Sálarsársauki
skáldsins endurljómar í Ijóðrænni fegurð, eins og Sören
Iíierkegaard komst að orði i samlíkingu sinni um kopar-
naut liarðstjórans Phalaris. Kierkegaard sjálfur og Jónas
Hallgrímsson eru heztu dæmi um sannleik þessarar reglu.
„Meginstraumar“ eru vitanlega eitt af aðalverkum
Brandesar, en ágætust i þeim er ekki þróunarsaga bók-
menntanna, heldur mannlýsingarnar, Staél-Holstein, By-
ron, Heine. I fyrra helming „Meginstrauma“ her mest á
sérkennum (typer), í anda Taines, en i seinni lielming á
persónuleikunum, í anda Saint-Beuves. Brandes segir sjálf-
ur um þetta atriði í inngangsorðum, að bókinni um Las-
salle (1881), að liann ætti að „tengja saman hugsjónir
og menn. Það er sú aðferð, sem mér er eðlileg og ég hef
einlægt notað,“ sbr. einnig orð hans i inngangi að „Meg-
instraumum“ II, 1873, að það sé talcmark hans að „lýsa
persónuleikum og verkum þeirra.“
Það verður þess vegna mjög eðlilegt, að aðalverk Brand-
esar fjalla mest um persónuleika: Kierkegaard (1877),
Disraéli (1878), Lassalle (1881) og Shakespeare (1895—
96). Þessi áherzla, sem hann leggur á það að lýsa persónu-
leikum, er í nánasta sambandi við þróun Brandesar sjálfs.
Eftir nær 20 áx-a strit laulc hann við „Meginstrauma“
árið 1887. Hann hafði þá nýlega kynnzt Nietzsche, og eftir
lestur verka hans, skrifaði hann í daghók sína: „Fmdelig
2*