Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Qupperneq 47
AÐ FENGNUM SKÁLDALAUNUM.
Svo oft hef ég grátið og harmað mitt hlutskipti í leynum
og horft inn i framtíð, sem beið mín þögul og myrk.
Þetta fallega kvæði er ort í þeim tilgangi einum
að óska mér sjálfum til lukku með skáldastyrk.
Hér áður fyrr, það er satt, var ég troðinn i svaðið.
Hvar sáuð þið mannkynið komast á iægra stig?
Ég var soltinn og klæðlaus og orti í Alþýðuhlaðið,
og allur heimurinn fyrirleit blaðið og mig.
Ég var úrkastsins táknræna mynd. Ég var mannfélagssorinn
Og mér var hvarvetna synjandi vísað á braut.
En þrjózkan, sem lágvöxnum manni í blóðið er borin,
kom bágindum mínum til lijálpar, ef allt um þ’raut.
í kulda og myrkri ég kvað — og ég baðst ekki vægðar,
og kvæðið var gjöf mín til lifsins, sem vera ber.
Ég veit, hún var lítil, en þó var hún aldrei til þægðar
þeim, sem með völdin fóru á landi liér.
En eitthvað er breylt, og ’ annaðhvort ég eða þjóðin
er ekki jafn trúföst sem fyrr við sin markmið og heit,
því nú hefur íslenzka valdstjórnin launað mér ljóðin
eins og laglega hagorðum framsóknarbónda í sveit.
Samt þakka ég auðmjúkur þetta, sem ég hefi fengið,
en þrálát og áleitin spurning um sál mína fer:
Er stríðinu lokið? Er loksins til þurrðar gengið
það litla af ærlegri hugsun, sem fannst hjá mér?
Því einnig ég man þann lærdóm, sem lifið mér kenndi,
hve lágt eða hátt, sem veröldin ætlar mér sess,
þau bláköldu sannindi, að allt, sem innt er af hendi,
i öfugu hlutfalli borgast við gildi þess.