Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Side 56
50
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
inn fyrir mér, en þegar ég ætlaði að halda áfram, leit strák-
urinn upp og kallaði á mig:
— Ilalló, hrópaði hann og var kotroskinn, það er naum-
ast þú ert stór upp á þig, í smóking og öllum fínheitum, og
ætlar svo að ganga þegjandi fram hjá mér.
-— Nei, ert það þú? sagði ég og svaraði í sama tóni,
því það þýðir ekkert að gera sig föðurlegan við svona
stráka. — Þú ert kjáni að lirópa svona hátt, þú fælir alla
ánamaðka hurtu.
— Ég er húinn að tina alla maðkana í þessum garði,
svaraði hann og kom sigri hrósandi að veggnum og sýndi
mér niður í hlikkdós, sem var liálffull af feitum og iðandi
ánamöðkum: Vinnugleðin ljómaði af kámugu andliti lians.
Hann hafði strokið sér með moldugri hendinni og var þess
vegna krímóttur í framan, en rétt fyrir neðan lafandi der-
ið á húfupottlokinu skein í hlá og tindrandi augu. — Sko,
sagði liann, — nú fer ég yfir í næsta garð, og þar er nú
vant að vera krökkt af þeim.
— Gengur þér vel að selja? spurði ég i meinleysi.
— Selja? sagði liann drýgindalega, maður hefur auð-
vitað fasta viðskiptavini. Annars sel ég ekkert.
— Selurðu ekkert?
— Nei, sagði hann, — ég sel ekkert.
— Hvað gerirðu þá við maðkana? spurði ég.
— Ég'geymi þá, sagði liann. Og allt í einu varð hann
skelfing ihygginn á svipinn. — Ég skal segja þér nolckuð,
hyrjaði hann með lágri röddu. En skyndilega hætti hann
í miðju kafi. Og fyrr en mig varði, var liann þotinn af stað,
út á götuna og yfir í næsta garð. Hann liafði komið auga
á stálpaðan strák, sem, var að læðast inn um liliðið, og eftir
örfáar mínútur heyrði ég más og stimpingar innan úr garð-
inum. Fyrst í stað áttaði ég mig ekki á því, hvað á seyði
væri, en von hráðar skildist mér það, og þegar ég skyggnd-
ist inn í garðinn, sá ég háða strákana velta eins og hnykil
um grasblettinn. Ég gat varla aðgreint þá, svo voru þeir
þétt vafðir hvor að öðrum í liamrömmum átökum heiftar