Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Side 75
Þórbergur Þórðarson: ^ Stríðsfréttir útvarpsins. Ég er einn í tölu hinna mörgu, er ekki vita betur en að styrjöld sú, sem nú geisar á sléttum Rússlands, sé stórbrotnasti hildarleikur, er háður hefur verið, síð- an mannkyn tók að byggja þessa jörð. Ég er ennfremur í flokk þeirra — og hann er einn- ig fjölmennur — sem líta svo á, að á úrslitum þessara ægilegu blóðfórna velti það, hvort mannkynið nýtur í framtíðinni frelsis og blómgunar eða hneppist undir ok áþjánar og andlegs niðurdreps, sem ekki verður lýst með orðum. Allt þetta fólk telur sig þessvegna nokkru máli skipta, hvernig útvarp ríkisins segir frá þessum lieimssögu- legu atburðum. Og þar kem ég að því, að við, sem þenn- an skilning höfum á styrjöldinni milli Sovétlýðveld- anna og nazismans, erum mjög óánægð með hinn rúss- neska skerf af stríðsfréttum útvarpsins. Vikuna 3. til 9. marz í vetur taldi ég mínútu- og sek- úndu-fjöldann, sem útvarpið í Reykjavík skammtaði þá hverjum styrjaldaraðila til fréttaflutnings. Ég skipti aðilunum í þrjá flokka. í fyrsta flokki taldi ég brezka heimsveldið og' Bandaríki Norður-Ameriku, það er að skilja þær stríðsfréttir, sem greindu frá af- rekum þessara aðila í styrjöldinni, ástandinu i her- numdu löndunum og Þýzkalandi og þvíumlíkt. I öðrum flokki taldi ég rússnesku fréttirnar og í þriðja flokki fréttir Þjóðverja. Taflan hér á eftir sýnir niðurstöður mínar. Tölurnar i landadálkunum tákna mínútu- og sek- úndu-fjöldann, sem útvarpsþulurinn varði til að lesa hvern flokk um sig.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.