Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Side 85

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Side 85
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 79 fcignast bækur, varla neina ástríðu til að lesa bækur, enga löng- un til að sjá, hvernig skáld og rithöfundar beri sig til. En þegar lijónabandið hefur sett hann niðurá eyðikotið uppii Gönguskörðum, dettur lítilsháttar atvik niðuri hið fátæklega líf hans. Hann er beðinn að skrifa grein í ómerkilegt sveitablað. Þá er einsog nvjum fleti skjóti alltíeinu upp á ljósrófi meðvit- undarlífsins, og rithöfundurinn Theódór Friðriksson er faeddur i heiminn. Þessi umskipti eru eitt af þeim atriðum, sem ekki eru nægilega „útfærð“ í æfisögunni. En svo mikið getur lesand- inn þó stafað milli línanna, að uppfrá þessu sögulega andartaki er hinn einlyndi erfiðismaður sundurklofinn í tvo ósættanlega fjandmenn, sem fyrirlíta og hata hvor annan, — rithöfundinn Theódór Friðriksson og slorkarlinn Tegdór. Þessir kumpánar þreyta síðan alla æfi óslitin hjaðningavíg um líf og limu höf- undarins. Slorkarlinn verður að halda áfram skyldum sínum við konu og börn á sjó og í verum. Sú þraut verður ekki umflú- in. Rithöfundurinn situr hinsvegar einsog köttur um mús um að liremma hverja tómstund til rilstarfanna, tosar gömlum skrif- púltsræfli uppá hné sér — þviað borð er ekki til — og párar skáldsögur um mennina og heiminn. Þetta athæfi vekur sam- vizkubit, sem eitrar hverja ritstund með nagandi sjálfsásökun. Er ég ekki að svíkja skyldur mínar við konu og börn? Er ég ekki að kasta á glæ tíma, sem hefði getað orðið dýrmæt vinnu- stund i þágu skyldunnar? Iíefði ég ekki getað fengið eitthvað að gera á eyrinni? Eitthvað að snúast fyrir kaupmanninn? Kom- izt i nýjan skósölutúr útum sveitirnar? Dyttað að einhverju á heimilinu? Þannig er hann hvert andartak skiptur milli tveggja ólíkra hagsmuna, hagsnnina líkamans, sem krefst innleggs í reikning fyrir daglegu viðurværi, og liagsmuna andans, sem fær öllum kröfum sinum fullnægt i unaðinum af verkinu. Umhverfi Theódórs botnar ekki meira í þessum sinnaskipt- um en hundur í háspeki. Svona hrösun hafði aldrei hent nokk- urn mann áður í Skagafirði. Margir gera gys að henni. Aðrir segja, að karlfjandinn hafi fundið uppá þessu, afþvíað hann nenni ekki að bjarga sér. Ýinsir líta á jietta einsog óþokkapör til þess að útflæma saklaust fólk með söguburði. Kaupmaðurinn, Kristján Gislason, sem alla tíð Theódórs i Skagafirði hefur hann að auðmjúkum þræli, hótar lionum öllu illu, ef hann láti ekki af svona fíflaskap. En Theódór er ekkert skauð, þóað hann hafi oft orðið að gera sig að minna manni sakir fátæktarinnar. Þessu almenningsáliti býður liann byrgin og liættir að hundsa þrælameistarann og fer fótgangandi um hávetur norður á Akurcyri til þess að koma
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.