Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Síða 105
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
99
hækkandi, svo að ekki var um annað að ræða en hækka árgjald-
ið, ef halda átti útgáfunni í svipuðu horfi og gefa út fjórar bæk-
ur. Við treystum félagsmönnum til að slcilja, að þessi ráðstöfun
er óhjákvæmileg og i samræmi við aðra verðhækkun, og ráð-
stöfun okkar á síðasta ári að hækka heldur árgjaldið en draga
úr útgáfunni hefur verið tekið með fögnuði af félagsmönnuni.
og við heyrðum ekki umkvörtun frá nokkrum manni.
ALLUR PAPPÍR ER TIL í ARF ÍSLENDINGA.' Við getum glatt
félagsmenn með þvi, að allur pappir í Arf íslendinga er keypt-
ur og kominn til landsins, og er hann af vönduðustu gerð. Höf-
um við orðið að festa í pappirnum tugi þúsunda króna. Kemur
okkur þvi vel, að áskrifendur greiði sem fyrst tillög sin til rits-
ins, enda fer útgáfa þess að hefjast.
AÐALFUNDUR FÉLAGSINS. A aðalfundi Félagsráðs Máls og
menningar, 17. maí siðastl., gaf formaður skýrslu fyrir hönd
stjórnarinnar um rekstur og starfsemi félagsins árið 1941. Fund-
arstjóri var kosinn Aðalsteinn Sigmundsson og ritari Haukur
Þorleifsson. Lagðir voru fram reikningar Máls og menningar,
Bókabúðar Máls og menningar og Arfs íslendinga. Voru þeir
bornir undir atkvæði og samþykktir. Félagatala Máls og menn-
ingar hafði aukizt árið 1941 úr 5530 í 5700. Formaður gaf yfirlit
um væntanlega útgáfu félagsins á þessu ári. f stað Eiríks Magnús-
sonar, sem lézt á árinu 1941, var kosinn í Félagsráð Steingrím-
ur Þorsteinsson, mag. art. Auk þess gengu úr Félagsráði á þessu
ári Halldór Stefánsson, Kristinn E. Andrésson, E. Ragnar Jóns-
son og Sigurður Nordal, og voru þein allir endurkosnir til 5 ára.
í stjórn voru kosnir: Kristinn E. Andrésson (formaður), Sig-
urður Thorlacius (varaformaður), Sigurður Nordal, Ragnar
Ólafsson og Halldór Kiljan Laxness, allir endurkosnir. í vara-
sljórn: Ragnar Jónsson, fulltrúi, og Jens Figved, endurkosnir.
Endurskoðendur: Haukur Þorleifsson og Sverrir Thoroddsen, og
til vara Þórhallur Bjarnarson, endurkosnir.
Sigurður Nordal skýrði fundarmönnum frá undirbúningi undir
útgáfu Arfs íslendinga.
Þá samþykkti Félagsráð einróma tillögu frá stjórn félagsins, að
senda ávarp það, sem hér fer á eftir, til sendiherra Norðmanna
i Reykjavík. Kr. E. A.
7*