Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 15
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
197
Jón Stefánsson, listmálari ...................... 3000 kr.
RíkarSur Jónsson, myndh.......................... 3000 —
Jóhannes úr Kötlum, skáld ....................... 2000 —
Halldór Kiljan Laxness, skáld ................... 1800 —
Ólafur Friðriksson, rith......................... 1800 —
Þórbergur Þórðarson, rith........................ 1800 —
Guðbr. Jónsson, rith............................. 1600 —
Skúli Þórðarson, mag. art........................ 1600 —
Hallgrímur Helgason, tónskáld ................... 1000 —
Leifur Ásgeirsson, dr............................ 1000 —
Gunnlaugur Blöndal, listmálari .................. 1200 —
Finnur Jónsson, listmálari ...................... 1200 —
Björn Magnússon, prestur ......................... 800 —
Guðmundur Böðvarsson, skáld ...................... 800 —
Guðni Jónsson, mag. art........................... 800 —
Indriði Þorkelsson, skáld og fræðimaður .......... 800 —
Sigurður Jónsson, skáld .......................... 800 —
Guðfinna Þorsteinsdóttir, skáldkona .............. 500 —
Guðm. Daviðsson .................................. 500 —
Kristleifur Þorsteinsson ......................... 500 —
Sigurjón Friðjónsson ............................. 500 —
Svava Jónsdóttir ................................. 500 —
Halldór Helgason ................................. 400 —
Páll Guðmundsson ................................. 400 —
Menn veiti þvi eftirtekt, að tölurnar lialdast að langmestu
leyti óbreyttar frá árinu áður, er Alþingi vcitti styrkina. Allt
b amboltið var til þess eins gerl, að koma fram refsingu við
ákveðna rithöfunda. Og hverja? Fremstu rithöfunda Sósialista-
flokksins, er stóðu fastast á rétti alþýðu gegn afturhalds-
stefnu þjóðstjórnarinnar. Hér var um pólitíska hefndarráðstöfun
að ræða og ekkert annað. Styrkurinn til Halldórs Iviljan Lax-
ness var lækkaður úr 5000 kr., er Alþingi hafði veitt honum í
mörg ár, niður í 1800 kr. og styrkurinn til Þórbergs Þórðar-
sonar úr 2500 kr. niður í 1800 kr. og þeir þannig metnir sem
rithöfundar að jöfnu við Ólaf Friðriksson. Styrkur til Sigur-
jóns Friðjónssonar var lækkaður úr 1000 kr. niður í 500 kr.
Af sérstökum ástæðum fékkst hins vegar ekki framgengt að
lækka styrkinn lil Jóhannesar úr Kötlum fyrr en árið eftir, úr
2000 kr. niður i 1800 kr. En fljótt kom að þvi, að refsiaðgerðum
þótti óhjákvæmilegt að beita gegn fleirum en sósíalistum. Fyrsta
árið átti t. d. að sýna rausn gagnvart Gunnari Gunnarssyni, og