Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 17
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
199
Gunnar Gunnarsson sagði uni Þjóðleikhússástandið: „Það er
smánarblettur, sem verður að afmá umsvifalaust.“
Leikendur verða að sœtta sig við húsakynni í Iðnó, greiða rán-
dýra leigu, en búa jafnframt við óþolandi aðstæður. Þorsteinn
Ö. Stephensen, formaður leikfélagsins, lýsir þessu i viðtali við
Morgunblaðið 27. nóv. s.l.:
„Menn, sem standa utan við starfsemina, geta ekki áttað sig
á því, að leikstarfsemin er öll að kyrkjast í þessum þrengslum.“
„Ekkert pláss til æfinga. Við verðum að kúldast í stofum og
cinkaherbergjum úti í bæ, hér og þar. Að leiksviðinu í Iðnó
komuinst við oft ekki fyrr en rétt síðustu kvöldin fyrir frum-
sýningar. Þá verða æfingar að standa langt fram á nótt.“
„Þrjú hundruð áhorfendur i Iðnó gera ekki betur en horga
kostnað kvöldsins. En leikendurnir bera ekki meira úr býtuni
en svo, að þeir verða að hafa sitt fulla starf við annað á daginn,
og nota timann á kvöldin og nóttunni til æfinga og leika þann
tíma, sem aðrir hafa til hvíldar.
Það er ekki ofmælt, að öll leiklistarstarfsemi hér i bæ er orð-
in eitt andvarp eftir leikhúsi.“
Um myndlistina er svo ástatt, að ríkið liefur í meira en ára-
tug varið fé til þess að kaupa myndir i væntanlegt lislasafn, en
engu liúsi hefur verið komið upp yfir safnið. Myndirnar cru
ýmist dreifðar úti um land eða liggja undir skemmdum í kjöll-
urum, og munu jafnvel sumar hverjar týndar. Ríkisstjóri sagði
1 ræðu sinni á þinginu:
„Ég hef komið í ýmsar borgir úti í löndum. Höfuðborg íslands
er eina höfuðborgin, sem ég þekki, þar sem ekki er til hús yfir
listasöfn. Smábær í Danmörku með 5000 ibúa á skínandi gott
málverkasafn, að mestu gjöf eins manns.“
Myndlistamenn hafa ekki einu sinni átt sýningarskála. Til
þess að stilla þó svo til, að einhver sýning gæti orðið i sain-
bandi við þingið, tókst að fá leigð tvö herbergi í veitingahúsi i
bænum. Jón Þorleifsson segir i viðtali við Morgunblaðið 24. nóv.
síðastliðinn:
„Mig liefur tekið það sárt að hugsa til þess, að þó hér hafi
starfað listmálarar i 40—50 ár, þá skuli hér ekki vera til neitt
sýningarliús, svo þjóðin hefur engan samanburð getað fengið á
myndum listamanna sinna, hefur í því efni orðið að hyggja álit
sitt á gelgátum og sögusögnum frekar en dómi sjálfs sin.“
Af tónlistinni er mjög svipaða sögu að segja. Um Tónlistar-
skólann segir Páll ísólfsson, skólastjóri hans: „Hann er alveg
nauðsynlegur fyrir þróun tónlistar í þessu landi. Það hefur
hann sýnt þau 11 ár, sem hann hefur starfað. Hann er alltaf