Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 20
202 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR verið að þessum skáldum? Nú þœtti dý.rmætt að geta fundið þó ekki hefði verið nema eitt kvæði til viðbótar eftir Jónas Hall- grimsson, hvað þá ef unnt hefði verið að lengja líf hans um nokkur ár. Öld eftir lát Jónasar skynjar hvert mannsbarn á Islandi, að ljóð hans eru einhver dýrmætasti auður þjóðarinnar, sem aldrei verður metinn til peninga. En meðan hann lifði gerði þjóðin ekkert til að örva starfsþrek skáldsins né gera því lífið lífvænt. Og enn í dag er framkoma þjóðfélagsins nákvæmlega eins, ef ekki enn ver.ri, þegar þeir listamenn eiga i lilut, sem ókomnar kynslóðir munu setja á bekk með Jónasi Hallgrimssyni og öðrum snillingum, sem við nú tilbiðjum seint og um síðir. Það er án nokkurs vafa samdóma álit þjóðarinnar, að beztu verk listamanna okkar séu ómetanleg verðmæti, sjálfur metnaður okk- ar og lífsnautn, tilveruréttur okkar og sjálfstæðis. Hvað felst í þessu nema viðurkenning á því, að jafnvel verðmætust allra afreka, sem unnin eru í þjóðfélaginu, séu störf skálda og lista- manna, þ. e. hinna sömu manna, sem þjóðin hefur ekki fram á þennan dag fengizt til að viðurkenna í lifanda lífi sem starfs- menn þjóðfélagsins, er séu launa verðir á við verst launuðu starfsmenn hins opinbera svo sem kennara og presta. Hæfilegt mánaðarkaup handa skáldum og listamönnum þykir á íslandi i dag 150—250 kr., sem er lægra kaup en greitt er sendisveinum í verzlunum! Og hver er svo lil viðbótar arður rithöfundar t. d. af vinnu sinni? í hæsta lagi 2—3 þús. kr. af frumsömdum verk- um til jafnaðar á ári. Hvernig víkur þessu við? Fram á þennan dag hefur það ekki komizt inn í vitund þjóð- arinnar, að það krefjist vinnu og tíma, eins og hvert annað starf, að yrkja eða skapa listrænt verk, né skáldið verði að lifa til að geta ort. Það er ekki nízka né mannvonzka og því siður liat- ur á listum, sem stjórnar þessum gerðum þjóðfélagsins, heldur algert skilningsleysi á starfháttum listamanna. Nýtt sjónarmið verður að skapast, ef íslendingar vilja halda þvi nafni að vera listelsk þjóð. En listamennirnir sjálfir eru ekki heldur án Listamennirnir saka. Þeir skilja ekki alltaf betur afstöðu sína og þjóðfélagið. til þjóðfélagsins en þjóðfélagið skilur störf þeirra. Ýmsir listamenn virðast hafa mjög þokukenndar hugmyndir um sjálfa sig og verksvið sitt, líta svo á sem heimurinn, þjóðfélagið og timinn sé þeim óviðkomandi, listamannatitillinn gefi þem einhverja sérstöðu til þess að láta sig viðfangsefni starfandi mannfélags engu varða, listin sé heim- ur út af fyrir sig, listamenn eigi ekki sainleið með öðrum stétt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.