Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 21
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
203
uni þjóðfélagsins, séu jafnvel yfir þær hafnir, verk þeirra sén
ekki árangur starfs og tíma, heldur innblástur eða náðargjöf.
Menn nieð slíkar hugmyndir fara vitanlega allir hjá sér, ef
mælt er til þeirra á jarðneska visu: um skipulagningu lista-
starfsemi, samstarf listamanna, samstarf við aðrar stéttir, skyld-
ur við þjóðfélag, baráttu fyrir réttindum alþýðu eða launakröf-
ur til þjóðfélagsins fyrir hönd þeirra sjálf.ra. Þessir menn dýrka
einangrun, þeirra draumur er að liggja úti í sólskini, góna upp
í himininn og biða eftir því, að andinn komi yfir þá, og þeir
myndu krossa sig, ef minnzt væri á, að rikið gæfi þeim verk-
efni. Það er að sjálfsögðu mjög erfitt fyrir þjóðfélagið að koma
til móts við skáld og listamenn af þessu tagi, en þeir liafa hins
vegar löngum verið eftirlæti þess. Engin „hætta“ hefur nokkru
sinni stafað af þeim, enda hafa þeir sjaldan verið miklir lista-
menn. Þeir liafa i liæsta lagi verið skrautfjaðrir og dýrkaðir
vegna þess, og verk þeirra tómstundagaman. En hugsunarháttur
listamanna er að gerbreytast. Þeir lifa ekki lengur uppi í skýj-
unuin eins og áður, heldur sjá og skilja, að þeir eiga heima á
jörðinni, í ákveðnu þjóðfélagi á ákveðnum tíma, tengdir stund
og stað, í samfélagi við aðra menn, og eru ekki miðlar ein-
hverra radda utan úr geimnum, heldur tjáendur lífsskoðana
samtíðar sinnar, nýrra hugmynda, nýr.ra sjónarmiða og nýs lífs.
Það er gleðiefni að heyra af vörum skálds jafn yfirlætislaus
orð og jafn sönn eins og Gunnars Gunnarssonar á listamanna-
þinginu: „Hlutverk listamannsins í þjóðfélaginu er nákvæmlega
sama og livers annars þegns“ og „listamenn íslanils eru verka-
menn, vinnulýður." Hér er kveðið upp úr með það, að lista-
menn séu á sinu sviði starfsmenn þjóðfélagsins eins og hverjir
aðrir þegnar. Um leið og þetta sjónarmið er ríkjandi, en hvorki
eittlivert ofmat né vanmat á verðleikum listamanna, er stund
þjóðfélagsins komin að vinna fyrir listirnar, að þróun þeirra
og eflingu. Þegar listamennirnir skipa sér við hlið annarra
slarfsmanna, er þjóðfélagsins að meta störf þeirra til fullra
launa og þvi rikulegri launa sem það er viðurkennt og sannan-
legt, að störf hinna beztu skálda og listamanna eru þjóðinni
ómetanlegri og varanlegri en annarra þegna.
Allt er hreyfing og breyting, heimurinn er á hverri slundu
nýr, atburðarásin streymir viðnámslaust, og í atburðastraumn-
um er maðurinn sjálfur. Með hverri hreyfingu breytast aðstæð-
ur, verða til ný viðhorf, og vilji maðurinn vera drottnari og
herra hverrar stundar, sem líður, verður hann að skynja lög-
mál breytinganna og hin óaflátanlega nýju viðhorf. Að lifa og
starfa er að skynja hreyfingu athurðanna umhverfis sig og af-
14*