Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Side 26
208 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR synlegt, að þingi og stjórn skiljist, að listamenn, sem éingöngu helga krafta sína listastarfsemi, verða að geta lifað við starf sitt og séu ekki síður launa verðir en aðrir starfsmenn liins opinbera. Þá þarf ennfremur þjóðfélagið að fara áð snúa sér að því að skapa bókmenntum og listum betri framtiðarskilyrði. Það er vitanlega ekki nema einn þáttur, að launa til fastra starfa nokkra listamenn. Listinni þarf að búa þroskavænleg skilyrði. .4 þeim málum þarf að taka skipulagslegum tökum og hafa lista- mennina jafnan með i ráðum. Er þar fyrst um að ræða nauð- synlegustu byggingar. Þar lieyrir undir að fá rýmt Þjóðleikhús- ið og Ijúka smíði þess og öllum útbúnaði, svo að leikendur geti loks tekið þar til starfa. Ennfremur að reisa vandað og hentugt bús fyrir listasafn rikisins og gera útbúnað þess sem fullkomn- astan, fá keypt til þessa safns erlend listaverk og úrval íslenzkra listaverka. Ennfremur að koma upp byggingu fyrir hljómlistar- sal og Tónlistarskólann, virðist einnig sjálfsagt að láta ríkið taka við rekstri hans. Enn er að nefna, að islenzkir listamenn þurfa að fá tækifæri til að stunda nám erlendis, og fara kynnis- ferðir til útlanda, þarf að veita til þessa fé. Ennfremur þurfa ís- lendingar að fá listamenn erlendis frá, a. m. k. tíma og tíma til kennslustarfa og leiðbeiningar. Leikstarfsemi t. d. verður að styrkja víðar en i Reykjavík, meira en gert er o. s. frv. Félög listamanna verða að vinna að því, að þessum málum sé fylgt eftir og verkefnunum, sem mest kalla að, hrundið sem fyrst i framkvæmd. Og þau verða að láta þar til sín taka. Ég lief ekki gleymt þvi, er ég bar upp tillögu fyrir listamenn haustið 1941, að þá þegar yrði gengizt fyrir að koma upp listahöll, sem ég vildi láta kenna við Snorra Sturluson og reisa i minningu um 700 ára ártið hans, hve listamenn tóku þá flestir dauflega undir og hvernig þeir lijöðnuðu niður, er i fyrstu virtust hafa áhuga á málinu eða höfðu jafnvel sjálfir verið með svipaðar liugmyndir. Ég fann ekki betur en þá sjálfa sundlaði, þegar ráðast átti i slórvirki, sem i rauninni var þó einungis svo i augum mjög fram- taksdaufra manna og áreiðanlega vel framkvæmanlegt, meðan yfirfljótanlegt var af peningum, ef sameiginlegur áhugi listamanna hefði staðið að baki. Það tækifæri er í svipinn liðið lijá, en verk- efnin biða öll óleyst. Listamenn þurfa ýmislegt að læra, meðal annars betri samtök og meira áræði, ef þeir eiga að verða málefnum sínum að nógu miklu liði. Ekki sizt þess vegna er listamannaþingið fagnaðar- efni, að það gefur fyrirheit um, að samtök listamanna séu að efl- ast og þeir ætli sér hér eftir að taka sín eigin mál fastari tökurn. Kr. E. A.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.