Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Síða 30
Gunnar Gunnarsson:
Áttundi töframaðurinn.
Þegar það barst út um landið á bylgjum Ijósvakans
einhverntíma í sumar, að Halldór Kiljan Laxness ætti
fertugsafmæli þann dag, ætlaði ég varla að trúa mín-
um eigin eyrum. Ég hafði alltaf litið á liann sem yngsta
skáldið í landinu. Sjálfur liafði hann lialdið upp á af-
mælið með því að senda frá sér nýja hók, Sjö töfra-
menn. Þcgar ég fór að glugga í bókina, skildi ég, að
hann hafði tekið þennan aldursáfanga alvarlega, en
ekki hátíðlega, eins og honum er tamast. Þetta var
hók fullorðins manns, en manns, sem kann ekki að
eldast. Að vísu var höfundurinn ekki hér fremur en
annars staðar við eina fjölina felldur, — annað veifið
norður á Jökuldal, liina stundina alla leið austur í Kína-
veldi og Indíalörídum með viðkomu í Danmörku, á
Sikilejr og í löndum sunnan við sól og austan við mána.
En hver töfraþulan um sig var heilsteypt og örlögþrung-
in eins og fossniður, hér var ekkert of eða van, skáldið
liafði fullt vald á öllu, — jafnvel sínu eigin skapi. Það
var áttundi töframaðurinn, sem var að verki og lék list-
ir sínar, svo að unun var að. En það var ekki leikur einn!
A sviði mannlegs lífs er leikurinn oftast yfirvarp —
eða glitskán — til friðþægingar istöðulausum yfirborðs-
sálum. Svo var hér. Hin léttfetandi frásögn, þar sem
þulurinn þræðir fimum fótum hina örmjóu marka-
línu milli svefns og vöku, lieims og lieljar, endar á því,
eins og skáldið Næturþej'r kemst að orði, að „lieim
draga klótverar krumpnir korpnaðan belg“ fluggamms-
ins, fólkstjórans, sem varð „lofðungur heims“.