Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Síða 36
218
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ég þó heyrt Jóhannes Kjarval lesa úr því upphátt fyrir
aðra heimasætuna á Hótel Borg, og var við því að bú-
ast, að hinn mikli myndasmiður kynni mun skálda og
„góðskálda“. í þessu kveri er meðal annars Hallorms-
staðaskógur 26. ágúst 1926, — heimkomukvæðið, þar sem
Halldór „héimkominn yfir Atlantshafið hvíta“ mætir
bláfjólunni í hirkiskógnum og blessar „norðurhvelið,
sem mig ól“, segir skilið við „afglapann á torgum“, mað-
ur, sem fór „áður vegarvillt i borgum“ og „er orðinn
skáld í Hallormsstaðaskóg“:
Héðan í frá er fortíð mín í öskn
og framtíð mín er norðurhvelsins Ijóð.
Hann er snúinn heim fyrir alvöru: ,JÍg býð þér dús,
mín elskulega þjóð“.
Það var nú samt ekki fyrr en þjóðhátiðarárið, að Hall-
dór tók að þúa landa sína fyrir alvöru, segja þeim til
syndanna, svo að um munaði og undan sveið. Það haust
ritar liann í Reykjavik söguna Þú vínviður hreini, sem
liann kallar „sögu úr flæðarmálinu“. Snilligáfa Hall-
dórs nýtur sín vart nokkurs staðar betur en í upphafi
þessarar bókar. Myndin, sem hann dregur þar upp af
lífinu í íslenzku sjávarþorpi, Óseyri við Axarfjörð, er
vitanlega skopmynd, en liún er hárbeitt og hlífðarlaus
til allra hliða (gamanið er grátt eins og oftast hjá Hall-
dóri) og það nærri veruleikanum, að flestir hafa villzt
á því og ei'gi allfáir tekið honum óstinnt upp „ófagr-
ar“ og jafnvel „lognar“ lýsingar. Sumum hefur þótt
hann þúa sig það gróflega, að þeir liafa jafnvel lagt
honum það út sem „landráð" (landráð virðist vera
tízkuskammaryrði, sem menn bregða fyrir sig einkum,
ef þeir eiga bágt með að finna orðum sínum og ásök
unum stað).
Hins vegar var þessum nýja, djarfmælta þúbróður
tekið með kostum og kynjum á æðri stöðum. Bókadeild
Menningarsjóðs gaf bókina út, og Alþingi Islendinga