Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Side 38
220
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
í erlendum útgáfum) sagði liann eitt sinn við mig,
að með þvi verki hefði ég innt af höndum þegnskyldu-
starf fyrir landið. Fju-sta verk hans í Menntamálaráði
var að skáka höfundi hókarinnar á hinn óæðra hekk-
inn og liefja ofsókn gegn honum á einn veg og annan.
Halldór stóð á þrítugu, er síðari hluti Sölku Völku
kom út, og gerðist liann nú mikilvirkur, og rak hver
bókin aðra. Árið 1933 komu út I Austurvegi og smá-
sögusafnið Fótatak manna, og 1934—35 hin mikla tví-
stæða Sjálfstætt fólk, bókin um Bjart í Sumarhúsum,
og hafði Halldór i bili vikið sér af mölinni í sveitina.
Ýmsir taka Sjálfstætt fólk fram yfir Sölku Völku, og
skal ekki um það þrætt. Bjartur er sígild persóna i ís-
lenzkum bókmenntum engu síður en Salvör Valgerður,
sem „bara er Jónsdóttir“. fslenzkum kotkörlum má vit-
anlega lýsa með ýmsu móti, og lýsingarnar geta allar
verið jafnsannar. Réttmæti lýsingar Halldórs af Bjarti
verður ekki um deilt. Enda er lýsingin síður en svo
niðrandi, ef á allt er litið. Úr hinum eilífa íslenzka
landnema gerir Halldór, rétt á litið, hálftröll, sem sóm-
ir sér vel í forneskju landslags og lífskjara. Bjartur
mun verða langlífur í landinu, hvort sem mönnum lík-
ar það hetur eða verr, enda á liann það skilið.
Aðeins tveim árum eftir að siðari hlutinn af Sjálf-
stæðu fólki birtist á prenti, hóf Halldór mesta skáld-
rit sitt til þessa, hókina um „skáldið“, og rak nú hver
þátturinn annan með aðeins eins árs millibili, alls fjög-
ur bindi: Ljós heimsins (1937), Höll sumarlandsins
(1938), Hús skáldsins (1939) og Fegurð himinsins (1940);
en inn á milli kom liin bráðskemmtilega Dagleið á fjöll-
um (1937) og Gerzka ævintýrið (1938).
Bókin um skáldið er viðburður ekki aðeins i islenzk-
um bókmenntum, — þar er hann einstæður að mínu
viti —, heldur einnig í heimsbókmennlunum, og mun
það koma fram, þegar stálhríðinni linnir og fært verð-
ur aftur milli landa. Hvergi hefur Halldór með slíkum