Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Qupperneq 43
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
225
þar, sem liann leggst dýpst, hefur liann oftast tök á
að klæða hugsanir sínar alþýðlegum húningi, setja þær
fram í næstum áþreifanlegu formi. List hans, sem stund-
um virðist eins og mótuð í skyndingu, leiftrar í tíðum
þáttaskiptum, þar sem sjónarsviðið tekur snöggum hreyt-
ingum líkt og í kvikmynd og hver atburður er tákn-
rænn. Hann hefur náð fullkomnum tökum á þessu sér-
staka skáldsöguformi sínu, ritar þægilega og glæsilega
árejmslulítið og færir sér tilgerðarlaust og frjálsmann-
lega í nyt söguefni og sjálfsreynslu. Skáldsaga hans
verður eins konar annáll athurðanna, þar sem reyndar-
þráðurinn, veruleikalögmálið, verður aldrei þjakandi
erfiði eða sálarmyrðandi skylda. f þessu er fólginn sig-
ur skáldgáfu hans á efninu. Honum er lagin iþrótt æfin-
týra- og sagnaþulsins, sem öllu fær breytt.
Laxness er aðeins 40 ára, en rit hans eru þegar mikil
að vöxtum. Auk allmargra skáldsagna hefur liann sam-
ið kvæði, ritgerðir, smásögur og ferðasögur. Hann byrj-
aði óvenju snemma, var hráðþroska 17 ára piltur, er
fyrsta bók hans kom út, ástarsagan „Barn náttúrunnar“.
Síðan kynntist hann Hamsun, sem áhrifadrýgstur hef-
ur reynzt allra ættfeðra hans í heimi hókmenntanna,
en sökkti sér því næst niður í umhugsun um trúmál og
gerðist þá kaþólskur. Þessara áhrifa gætir að nokkru
í smásagnasafni eftir hann og að nokkru í skáldsögu,
er hann ritaði i frönsku klaustri. Togstreitan milli raun-
hyggju og táknræns skáldskapar er þegar hafin í bók
þeirri, sem talin er mikilfenglegust allra æskurita hans,
„Vefaranum mikla frá Kasmír“, þar sem hann notar
söguna um vefarann Malek og koffortið fljúgandi úr
„Þúsund og einni nótt“ sem hliðstæðu, er liann lýsir
íslenzku skáldi og heimspekingi, sem allt leikur í lyndi,
hefur veitzt auður og frægð, en innri maður hans er
tviskiptur. Þar togast á jarðneskir hlutir og þeir, sem
ekki eru af þessum heimi, ytri upphefð og sú trú, sem
allt slíkt gerir að hégóma. Bókin túlkar að nokkru bar-