Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Side 44
226
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
áttu Laxness sjálfs við andstæður þær, sem búa í brjósti
Iians, meðal annars togstreitu efnishyggju og andleg-
lieita, raunsæis og táknvísi. Þessi tvíhyggja í eðli hans
varpar stöðugt ljósi á nýjar andstæður, og þetta heill-
ar mest í skáldskap hans.
Úr kaþólíkanum spratt kommúnistinn alskapaður,
byltingarmaðurinn. Trúhneigð hans skipti um formerki,
og hugur hans leitaði á nýjar hrautir. Þetta varð með
aðstoð marxismans og fjæir áhrif alllangrar dvalar í
Ameriku. Hann ferðaðist einnig víða i Ráðstjórnar-
ríkjunum árin 1932 og 1937—38 og hefur skrifað um
þau lofsamlega í tveimur bókum. Menntunarþorsti hans
hefur þannig knúið hann til að kanna margt og teygt
hann til ákafrar leitar í ýmsar áttir. Hann er jafn næm-
ur á nýtízku tækni og félagslegar fræðikenningar, aust-
urlenzka speki og norrænar goðsagnir, sígildan skáld-
skap og nýtízkan. Hann hefur samtímis getað fest hug-
ann við surrealisma André Bretons og félagsmálaskáld-
sögur Upton Sinclairs. f bókum sínum á árunum eftir
1930 tekst honum giftusamlega að fella saman andstæð-
ur eðlis síns og lifsreynslu. Æskurit hans eru að vísu
óþekkt utan íslands, en með síðari skáldsögum sínum
er hann að verða evrópskur rithöfundur. Ein af hók-
um hans, „Salka Valka“, hefur verið þýdd á sænsku.
og af sex öðrum er til lipur dönsk þýðing eftir Jakoh
Benediktsson.
„Salka Valka“ er fyrst í röðinni af hinum miklu skáld-
sögum Laxness á árunum 1930 til 1940. Þar er enn sem
höfundurinn sé að þreifa fyrir sér, og þráfaldlega gæt-
ir þar ósamræmis, einkum i stílnum. Bókmenntafyrir-
myndin er hersýnilega lýsing Hamsuns á kauptúnun-
um norðarlega í Noregi, en efnið er með öllu íslenzkt.
f litla fiskiverið við Axlarfjörð kemur subbuleg kona
með stúlkuharnið sitt föðurlaust og fær inni í húshjalli.
Telpan elst upp í eymd og örbirgð og hvrjar snemma
í fiskvinnunni. Steinþór Steinsson, elskhugi móður