Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 45
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 227 hennar og ofurmennskur öreigi, flekar hana, en hún er hraust náttúrubarn, sem ekkert fær grandað, og berst óafvitandi fyrir mannréttindum sinum og sínu lifandi bjarta. Hún er þróttmikil kona, en bundin málskrafs- manninum Arnaldi og fyrir hans skuld færir hún þyngstu fórnina, sigrast á sjálfri sér og hjálpar honum brott til draumalandsins Kaliforníu. Þarna í plássinu ræður kaupmaðurinn Bogesen öllu eftir geðþótta sínum. Allt snýst um hann, og allir eru honum háðir. Fyrirmyndina má þekkja úr ritum Ham- suns, en persónan á efalaust rætur í íslenzkum veru- leika. Hér er Frelsisherinn ópíum handa fólkinu, og það er þá fyrst, er fátæklingarnir láta sér ekki lengur nægja trúarhrifningu hans, en byrja samtök með sér, að þeir mega sín nokkurs gagnvart kaupmanninum. Laxness lýsir hér miskunnarleysi örbirgðarinnar og grátbroslegum áhrifum hennar á ólika einstaklinga með næmum og djúpum skilningi. Skáldið virðist stundum lúta í lægra haldi fyrir gagnrýnandanum á þjóðfélag- ið, en yfirleitt tekst honum furðu vel að sneiða hjá þeim skerjum og hikar ekki við að skopast að þeim persónum, sem í rauninni túlka skoðanir hans sjálfs. Hann er ákaflega mennskur listamaður og sérlega næm- ur á það, sem skoplegt er og skringilegt. Honum skeik- ar ekki að ná til kjarnans í eðli hvers einstaklings, sem hann lýsir. Næsta rit Laxness er skáldsagan „Sjálfstætl fólk“ i tveimur bindum. Þar er liann umfram allt skáld is- lenzkrar alþýðu, skáld bins fátæka en frelsisunnandi bónda. Þetta er hans „Gróður jarðar“, fluttur í íslenzkt umhverfi. Bjartur hefur árum saman keppt markvisst að því að verða sjálfstæður maður og flytur nú upp á eyðiheiði, þar sem rústir eru af bæ, sem ill mátlar- völd hafa lagt í eyði. Bjartur er í senn nútímamaður og heiðinn í traustinu á mátt sinn og megin og vísar fortakslaust á bug öllum jdirnáttúrlegum afskiptum af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.