Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Qupperneq 48
230
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
uð dóttir íslenzks kotbónda, sem aldrei lætur bug-
ast.
Þetta er sú skáldsaga Laxness, sem hlutlægust er um
frásögn, en þó er hún mótuð innsæi skáldsins. Fólkið
talar eins og því býr i brjósti. Þar blandast hagnýt skyn-
semi skáldskap og draumrænni speki í römmum þef
af sauðfé og munntóbaki. Náttúran, sem jafnan er skynj-
uð gegnum barnsbugann fróðleiksþyrstan og síundr-
andi, lifir sínu ógleymanlega lífi alla bókina á enda.
Þarna er skær sumarbirtan, langvarandi rigningar og
grenjandi stórhríðar. Náttúruöflin lykja um lif fólks-
ins í einangrun heiðarinnar milli liafs og fjalla.
Þrjár síðustu sögur Laxness, „Ljós heimsins“, „Höll
sumarlandsins“ og „Fegurð himinsins“*), eru einn
sagnabálkur og mikil skáldsaga með marglitu ívafi.
Fvrri bækur hans næst þar á undan fjölluðu um ís-
lenzka bóndann og sjálfstæðisbaráttu bans, en í þess-
um sögum er viðfangsefnið íslenzka skáldið og barátta
þess fyrir andlegu frelsi. Að þessu sinni er söguhetj-
an ekki skáld, sem lánið hefur leikið við um veraldleg
gæði, eins og í „Vefaranum mikla frá Kasmír“, heldur
eitt þeirra minnstu og óásjálegustu, eitt þessara íslenzku
alþýðuskálda, sem eru andlegu Ijósin í afdölum og á
annesjum, fyrirlitinn sveitarlimur, flakkandi og ráð-
þrota sveimhugi. Hann nefnist Ólafur Kárason Ljósvik-
ingur, og hin mikla fyrirmynd lians (sem Laxness mun
einnig hafa haft í liuga, er Ólafur varð til) er alþýðu-
skáldið Sigurður Breiðfjörð (1799—1846), sem rataði i
sárar raunir. Þegar Ólafi Kárasyni er hleypt út úr fang-
elsinu í Reykjavík, leitar liann uppi gröf fyrirrennara
síns í útjaðri kirkjugarðins og stendur gagntekinn við
mosagróinn legsteininn:
„Hann var mestur allra alþýðuskálda á íslandi. Þegar aðrir
menn fóru i háskólann í Kaupmannahöfn að nema djúpsett vís-
*) í liinni dönsku útgáfu, sem greinarhöf. fer eftir, er „Hús
skáldsins" og „Fegurð himinsins“ í einu hindi. Þýð.