Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Side 49
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
231
indi og fagrar listir, þá var hann sendur til Grænlands að beykja
tunnur. Þegar dándismenn unnu þrekvirki i almennri meðal-
hegðun: settu bú saman, gerðu sér unaðssælt heimili með fríðri
konu og þægum börnum, þá seldi hann sina konu fyrir hund.
Þegar aðrir hófust á tinda frægðarinnar og hlutu embætti, nafn-
bætur og tignarmerki, þá var hann dæmdur i tuttugu og sjö vand-
arhögg. Höfðingjar þjóðarinnar, stórskáldin og forverðir andans
sönnuðu með lærdómi og málsnilld, að hann væri leirskáld og
fífl. Þegar mætir menn fengu merkilegt andlát í skauti fjöl-
skyldunnar, og elskandi hendur veittu þeiin síðasta umbúnað.
þá varð hann hungurmorða í köldu úthýsi og sveitarstjórnin
lét keyra hræið burt. En andi hins fátæka alþýðuskálds, sem
hinir lærðu höfðu að eingu og stórskáldin fyrirlitu, hefur búið
með íslenzku þjóðinni í þúsund ár, í fastilju afdalakotsins, i
snauðri verbúð undir Jökli, á hákarlaskipi fyrir Norðurlandi, eft-
ir að öll mið voru týnd í miðsvetrarsvartnætti Dumbshafsins,
í tötrum flakkarans, sem hlundar við hlið fjallasauðarins í víði-
kjörrum heiðanna, i hlekkjum þrælkunarfangans á Brimarhólmi;
þessi andi var kvikan í lifi þjóðarinnar gegnum alla söguna,
og það er hann, sem hefur gert þetta fátæka eyland hér vestur
í hafinu að stórþjóð og heimsveldi og ósigrandi jaðri heimsins.“
Það er þessi andi alþýðuskáldskaparins, sem einnig
gagntekur Ólaf Kárason og veitir honum þrek í and-
streymi og andstyggð örbirgðarinnar. Hann hefur séð
Ijós fegurðarinnar og lieyrt hljóm eilífðarinnar í rökkri
og þjáningum hversdagsins. Þegar hann er barn að aldri,
sendir móðir hans hann hurt frá sér í poka á sveitina.
Hann lendir á hæ, þar sem liann er látinn þræla við
vatnsburð veturinn út, og dvelst hjá fólki, sem hatast
við skáldskap og bóklestur. Hann er varnarlaus gagn-
vart kvalalosta bræðranna, sem láta skammirnar dynja
á honum, og vandlætingarsýki kvenfólksins. Stúlka tek-
ur málstað hans gagnvart hinum börnunum og hrosir
við honum á árbakkanum, hlær sig inn í hjarta hans
og kemur honum til þess að yrkja hamingjuþrungnar
ástavísur, þar til honum skilzt, að hún hefur ekki meint
neitt með þessu. Hann verður veikur af ofreynslu og
lig'gur rúmfastur árum saman, horfir áfjátt á sólskins-
hlettinn á súðinni og fær að lesa dásamlega, gamla