Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 57
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 239 strax til Konstantínópel! Sj^stir mín hafði verið miklu hærri og bústnari fyrir þremur árum, miklu duglegri og gáfaðri. Ég var kopi og rindill, ónýtur að tína haga- lagða á vorin og latur að tvinna á veturna. Ég átti tvær krónur og fimmtíu aura í púltinu mínu, en þessir miklu peningar glötuðu allri tign, ef þeir voru bornir sam- an við auðæfi systur minnar. Hún liafði verið helmingi fljótari en ég að lilaupa upp brekkurnar eftir haga- lögðunum, helmingi fundvísari og heppnari: ég var aðeins sjö ára gamall og ósköp lágur í loftinu. En ég var þegar farinn að þrá viðhurði og munað, þrá einhverja ósegjanlega sælu, sem vaggar manni á dúnmjúkum skýjum, slegnum rauðagulli í jöðrunum, vaggar manni frá einum stað til annars og lætur allar óskir rætast í sömu andránni. Mig dreymdi gráfíkjur á næturnar. Ég hafði séð litprentað bréfspjald á næsta bæ, það var mynd af Konstantínópel, guð minn góður: hvilíkar hallir, hvílikir gnæfiturnar á höllunum, græn- ir og bleikir, eins og skógurinn í kring, hinn furðulegi ævintýraskógur, þar sem laufin voru lengri en manns- handleggir og breiðari en lummur. Nótt eftir nótt sveif ég til þessarar fjarlægu borgar, klifraði upp í trén og söng, spókaði mig á hvolfþökum turnanna, tróð út gúlann af allskonar kaffihrauði og át gráfíkjur úr ótæmandi hréfpokum. En stundum missti ég skyndi- lega jafnvægið, æpti upp jdir mig og hrapaði. Ég vakn- aði svangur og hræddur í rúminu hjá föður mínum, næturmyrkur í baðstofunni og allir sofandi, engar grá- fíkjur á boðstólum, fyrr en farið yrði með ullina i kaup- staðinn um jónsmessuleytið í vor, engin óminnissæla, enginn skógur. Þessi vonbrigði fengu mér oft ákafrar geðshræringar, en ég liuggaði mig við, að betra væri að kúra öruggur við hliðina á pabba en hrapa ofan af hvolfþökum turnanna í Konstantínópel. Þegar mér yxi fiskur um hrygg, ætlaði ég að fara þangað með foreldra mina og systur, vernda þau fyrir ræningj-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.