Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Síða 57
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
239
strax til Konstantínópel! Sj^stir mín hafði verið miklu
hærri og bústnari fyrir þremur árum, miklu duglegri
og gáfaðri. Ég var kopi og rindill, ónýtur að tína haga-
lagða á vorin og latur að tvinna á veturna. Ég átti tvær
krónur og fimmtíu aura í púltinu mínu, en þessir miklu
peningar glötuðu allri tign, ef þeir voru bornir sam-
an við auðæfi systur minnar. Hún liafði verið helmingi
fljótari en ég að lilaupa upp brekkurnar eftir haga-
lögðunum, helmingi fundvísari og heppnari: ég var
aðeins sjö ára gamall og ósköp lágur í loftinu.
En ég var þegar farinn að þrá viðhurði og munað,
þrá einhverja ósegjanlega sælu, sem vaggar manni á
dúnmjúkum skýjum, slegnum rauðagulli í jöðrunum,
vaggar manni frá einum stað til annars og lætur allar
óskir rætast í sömu andránni. Mig dreymdi gráfíkjur
á næturnar. Ég hafði séð litprentað bréfspjald á næsta
bæ, það var mynd af Konstantínópel, guð minn góður:
hvilíkar hallir, hvílikir gnæfiturnar á höllunum, græn-
ir og bleikir, eins og skógurinn í kring, hinn furðulegi
ævintýraskógur, þar sem laufin voru lengri en manns-
handleggir og breiðari en lummur. Nótt eftir nótt sveif
ég til þessarar fjarlægu borgar, klifraði upp í trén og
söng, spókaði mig á hvolfþökum turnanna, tróð út
gúlann af allskonar kaffihrauði og át gráfíkjur úr
ótæmandi hréfpokum. En stundum missti ég skyndi-
lega jafnvægið, æpti upp jdir mig og hrapaði. Ég vakn-
aði svangur og hræddur í rúminu hjá föður mínum,
næturmyrkur í baðstofunni og allir sofandi, engar grá-
fíkjur á boðstólum, fyrr en farið yrði með ullina i kaup-
staðinn um jónsmessuleytið í vor, engin óminnissæla,
enginn skógur. Þessi vonbrigði fengu mér oft ákafrar
geðshræringar, en ég liuggaði mig við, að betra væri
að kúra öruggur við hliðina á pabba en hrapa
ofan af hvolfþökum turnanna í Konstantínópel. Þegar
mér yxi fiskur um hrygg, ætlaði ég að fara þangað
með foreldra mina og systur, vernda þau fyrir ræningj-