Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Side 59
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
241
mér, þegar einkennilegt hljóð harst til mín utan úi
kyrrðinni. Það var dillandi blístur.
Hvað er þetta? spurði ég undrandi, en svstir mín
anzaði mér ekki.
Nokkra stnnd hlustuðum við hæði og héldum niðri i
okkur andanum. Ég einblíndi út á mýrarsvellin, því að
þaðan virtist hljóðið koma. En ég sá ekki neitt i húm-
inu og óskaði af öllu hjarta, að tunglið flýtti sér að
koma upp: látúnsröndin á jöklinum stóð alveg i stað.
Þei, þei! Ég heyrði greinilega mannamál. Tvær hávær-
ar raddir hlönduðust snöggvast saman, slitnuðu síðan
sundur, önnur virtist þagna, en hin endaði í nýju, dill-
andi blístri. Mér varð ekki um sel. Ég kunni því illa að
hlusta á kynleg hljóð án þess að geta skýrt uppruna
þeirra fjrrir sjálfum mér. Það var allt öðru máli að
gegna að ferðast til Konstantínópel og berjast við ræn-
ingja í huganum.
Huldufólk? spurði ég smeykur.
En systir min, sem var þremur árum eldri en ég og
auk þess miklu lífsreyndari og raunsærri, vísaði þess-
ari fjarstæðu hiklaust á bug.
Gestir, hvíslaði hún. Sérðu þá ekki?
Nei, sagði ég.
Sko, þarna koma þeir, hvíslaði hún og henti fram
undan sér. Tveir gestir.
Ég fylgdi bendingum hennar með augunum, titrandi
af eftirvæntingu, guð sé oss næstur: ég sá þá háða, þar
sem þeir skálmuðu eftir mýrarsvellunum rétt fyrir neð-
an túnjaðarinn og stefndu á hæinn.
Ég ætla að skreppa út í lilöðu og láta pabha vita,
sagði systir min og þaut af stað. Ég stóð einsamall á
hlaðinu og horfði á hina leyndardómsfullu gesti, sem
færðust óðum nær. Ef til vill fann ég til smæðar minn-
ar og öryggisleysis gagnvart þeim ókennileik, sem fylg-
ir nálægð framandi manna, ef til vill vildi ég ekki vera
eftirbátur systur minnar í fréttaburði: að minnsta kosti