Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Qupperneq 60
242
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
snerist ég á liæl og hljóp inn í eldhúsið, til þess aS segja
móSur minni tíSindin.
Og rétt á eftir stóS ég á gægjum í bæjardyrunum.
FaSir minn tvísteig á hlaSinu og stakk upp í sig nýju
skroi, til þess aS vera undir þaS búinn aS heilsa ókunn-
ugum. En systir mín hrærSi hvorki legg né liS, starSi
bara róleg og ráSsett út í jólaföstuhúmiS, eins og þetta
væri hinn hversdagslegasti viSburSur. Hvílíkt hugrekki!
Sælir veri mennirnir, sagSi faSir minn tyggjandi og
leitaSi aS einhverju í buxnavasanum.
Gott kvöld, svöruSu tvær ólíkar raddir. Önnur var
dimm og alvarleg, þrungin einliverri ásakandi vizku,
en hin mjó og skræk, full af glensi og kátinu: þaS var
eins og orSin stykkju upp úr samanherplu koki, sem
reyndi aS hæla niSur kitlandi hlátur.
Þeir heiIsuSu föSur mínum og systur minni, en þrátt
fyrir forvitnina, hopaSi ég lengra inn í göngin, svo aS
þeir sæju inig ekki. Ég heyrSi, aS þeir létu einhvern
farangur á hlaSiS og púuSu hástöfum, eins og þungri
liyrSi væri létt af herSum þeirra; en ég vogaSi mér ekki
fram í dyrnar til aS kikja. Ég var aSeins sjö ára gam-
all. Þeir nefndu nöfn sín og spurSu samtímis, hvernig
tíSin hefSi veriS undanfarnar vikur.
TiSin hefur veriS óvenju hörS, svaraSi faSir minn
dræmt. Hann kingdi niSur snjó skömmu fyrir jólaföst-
una. Svo kom spillibloti einn dag. Svo fraus hann. SiS-
an hefur veriS staSviSri, miklir kuldar og haglevsa,
glerungur yfir allt, eins og þiS sjáiS, en kyrrt og lygnt.
Óvenju hörS? Mikil assvítans sorgmæSi, sagSi dimma
röddin, en hluttekningin í liljómi orSanna virtist eink-
um sprottin af þreytu og armæSu ferSalagsins.
Kingdi niSur snjó? Ég spyr ekki aS. Spillibloti einn
dag? Jú, jú, þaS er vaninn. Glerungur yfir allt og hag-
leysa? Djöfuls-árar-hallæri! sagSi mjóa röddin liálf-
hlæjandi, eins og hún vildi snúa ósanngirni liimins og
jarSar upp í skemmtilegt spaug.