Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 61
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 243 Ætla mennirnir langt að halda? spurði faðir minn. Nei. Getum við fengið að vera? Já, svaraði faðir minn. Hér er engum úthýst. Ég beið ekki boðanna og stökk á undan þeim inn í baðstofuna. Þeir skröngluðust eftir dimmum göngun- um með farangur sinn: úttroðna ólapoka og brúnar töskur. Þeir settust sinn á hvort rúm, en móðir mín kveikti á baðstofulampanum og titraði ofurlítið: hún vissi ekki, hvort þessi ókunnu mikilmenni gætu lagt sér til munn; bragðlausan vatnsgraut og súrt slátur. Ég heilsaði þeim niðurlútur, en faldi mig síðan i skol- inu bak við rúm föður míns og virti þá fyrir mér i laumi. Hinn dimmraddaði var nauðasköllóttur, með djúpa hrukku í miðju enni, en augun stálblá og hvöss, eins og þau gætu stungizt inn í mann. Hann var söðulnefj- aður og varaþykkur, en kinnarnar holdugar og þung- lamalegir drættir frá nefinu til munnsins. Yfir svip hans hvíldi virðuleiki og ströng ró, hann hallaði sér aftur á bak upp í rúmið og varpaði öndinni, eins og hann væri dauðuppgefinn. En félagi hans lék hinsvegar á als oddi, iðaði i skinn- inu af furðulegu fjöri, ók sér á rúmbríkinni, leit kím- andi í allar áttir og baðaði höndunum eins og hann væri að leika á ósýnilegt hljóðfæri. Augu hans voru kolsvört og logandi, stundum margar hrukkur á enn- inu, stundum engin, smáhrokkið hárið þyrlaðist jafn- vel annað veifið ofan að hinu heljarstóra og eldrauða kónganefi, kjálkarnir mjóir og skarpholda, varirnar næfurþunnar, munnurinn stundum víður og opinn, stundum lítill og samanherptur, — allt andlitið sibreyti- legt og á stöðugri hreyfingu. En þótt ásjónum næturgestanna svipaði lítið saman, þá fannst mér, að einhver dulin tengsl lægju á milli þeirra, og klæðaburðurinn virtist staðfesta grun minn. Þeir voru báðir í öklaháum stigvélum. Þeir voru báðir i þykkum jakka með skrautlegum hnöpirum. Þeir voru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.