Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Qupperneq 61
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
243
Ætla mennirnir langt að halda? spurði faðir minn.
Nei. Getum við fengið að vera?
Já, svaraði faðir minn. Hér er engum úthýst.
Ég beið ekki boðanna og stökk á undan þeim inn í
baðstofuna. Þeir skröngluðust eftir dimmum göngun-
um með farangur sinn: úttroðna ólapoka og brúnar
töskur. Þeir settust sinn á hvort rúm, en móðir mín
kveikti á baðstofulampanum og titraði ofurlítið: hún
vissi ekki, hvort þessi ókunnu mikilmenni gætu lagt
sér til munn; bragðlausan vatnsgraut og súrt slátur.
Ég heilsaði þeim niðurlútur, en faldi mig síðan i skol-
inu bak við rúm föður míns og virti þá fyrir mér i laumi.
Hinn dimmraddaði var nauðasköllóttur, með djúpa
hrukku í miðju enni, en augun stálblá og hvöss, eins
og þau gætu stungizt inn í mann. Hann var söðulnefj-
aður og varaþykkur, en kinnarnar holdugar og þung-
lamalegir drættir frá nefinu til munnsins. Yfir svip
hans hvíldi virðuleiki og ströng ró, hann hallaði sér
aftur á bak upp í rúmið og varpaði öndinni, eins og
hann væri dauðuppgefinn.
En félagi hans lék hinsvegar á als oddi, iðaði i skinn-
inu af furðulegu fjöri, ók sér á rúmbríkinni, leit kím-
andi í allar áttir og baðaði höndunum eins og hann
væri að leika á ósýnilegt hljóðfæri. Augu hans voru
kolsvört og logandi, stundum margar hrukkur á enn-
inu, stundum engin, smáhrokkið hárið þyrlaðist jafn-
vel annað veifið ofan að hinu heljarstóra og eldrauða
kónganefi, kjálkarnir mjóir og skarpholda, varirnar
næfurþunnar, munnurinn stundum víður og opinn,
stundum lítill og samanherptur, — allt andlitið sibreyti-
legt og á stöðugri hreyfingu.
En þótt ásjónum næturgestanna svipaði lítið saman,
þá fannst mér, að einhver dulin tengsl lægju á milli
þeirra, og klæðaburðurinn virtist staðfesta grun minn.
Þeir voru báðir í öklaháum stigvélum. Þeir voru báðir
i þykkum jakka með skrautlegum hnöpirum. Þeir voru