Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Side 62
244
' TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
báðir með ólapoka og brúna tösku. Ég sá skyndilega,
að faðir minn var tötralegur og óhreinn. Ég sá, að mó-
rauða peysan lians var götótt á olbogunum og hlað-
in kuski úr hlöðunni. Ég sá, að buxurnar lians voru
stagbættar og luralegar, skálmarnar girtar ofan í sokk-
ana og skinnskórnir óumræðilega sviplausir andspænis
hinum reimuðu stígvélum höfðingjanna. Kannski hef-
ur liann líka fundið til þess sjálfur, því að hann strauk
ennið vandræðalega, japlaði á skroinu sínu og ræddi
um tíðina við hinn dimmraddaða.
Hæ, ungi maður! kallaði sá skræki og benti á mig.
Komdu liingað snöggvast!
Ég fikaði mig til lians, feiminn og uppburðarlítill.
Það var lokkandi ilmur af fötum lians, hann hló og
spriklaði, stakk hendinni ofan í jakkavasann og sagði
mér að opna munninn. Ég hlýddi eins og í leiðslu. Hann
Iét kringlótta kúlu upp i mig og tókst allur á loft af
kátínu. Borðaðu þetta, ungi maður, ungi glókollur, ungi
snillingur, ungi dúnposi, ruddi hann út úr sér og klapp-
aði mér frá hvirfli til ilja, en kringlótta kúlan bráðnaði
samstundis uppi i mér og sætbeiskur lögur fyllti munn-
inn. Ég var ekki feiminn við hann lengur. Hann laðaði
mig til sín, talaði við mig eins og jafningja sinn og
gerði mig óðara að trúnaðarvini sínum.
Þegar ég var á þínum aldri, hvíslaði hann íbygginn,
þá stal ég framblaðningi og baunaði á hana í leyfis-
leysi, skaut franskan hana, lagsmaður. Og liann flaug
upp í háaloft, þegar hann var dauður!
Og kom hann aldrei aftur? spurði ég.
Jú-jú, hann datt ofan í hlandfor. Og kerlingin elti
mig á nærbuxunum, hihi, kerlingin ætlaði að lemja
mig með blautum steinbit, en ég komst undan, lags-
maður, ég slapp!
Hvaða kerling? spurði ég agndofa.
Kerlingin, sem átti hanann, ungi maður, ungi snill-
ingur. Ég skaut líka einu sinni grábröndóttan fress-