Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Síða 69
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
251
Jæja-jæja, sagðl faðir minn og' blés við. En það þýð-
ir ekki að sýna okknr fleiri.
Hann gekk að rúminu sínu, lyfti upp koddanum, tók
budduna úr höfðalaginu og leysti þvengina utan af
benni. Buddan var gömul og trosnuð. Faðir minn lagði
þvengina frá sér, þrýsti nögl þumalfingurs á látúns-
smelluna og rýndi lengi ofan í budduhólfið. Ég tók eft-
ir því, að liann var allt i einu orðinn raunamæddur
og þreytulegur á svip. Ætli bún sé alveg tóm núna?
hugsaði ég skelkaður. En liún var samt ekki alveg tóm,
því að liann tók tvo peninga upp úr lienni og rétti
kristniboðanum. Síðan hnýtti hann aftur utan um
budduna og lét hana undir koddann, gekk vel frá öllu
og ýtti brekáninu niður með gaflfjölinni. Systir mín
blaðaði í Passíusálmunum með nótum, en móðir min
dáðist að frelsaranum meðal hinna mjallhvítu og gæfu
lamba.
Guð blessar þá, sem hafa bann í lieiðri, sagði kristni-
boðinn og stakk peningunum inn á sig'.
Já, það hef ég líka alltaf gert, sagði velgerðarmaður
minn lilæjandi, þreif ólapokann sinn og drap tittlinga
framan í mig. Ég skalf af tilhlökkun og forvitni.
Það er óþarfi að sýna okkur glingrið, sagði faðir
minn þurrlega. Þú liefur ekkert upp úr því nema fvrir-
höfnina. Við kaupum ekki glingur, fari það í helvíti!
Gerir ekkert til, ekki vitund, ekki nokkurn skapað-
an hlut, sagði velgerðarmaður minn og iðaði í sætinu.
En börnin liafa kannski gaman af að skoða dótið mitt;
ég er nefnilega dálítið göldróttur.
Og hann afhjúpaði leyndardómana.
Ég varð steini lostinn. Ég' stakk upp í mig visifingri
og starði þögull á dýrð heimsmenningarinnar. Ég kom
ekki upp nokkru orði. Mér fannst ég svífa í lausu lofti
og týna öllum áttum, en fyrir sjónum mínum glóði og
glitraði heil töfraveröld, eins og þegar fyrstu morgun-
geislarnir kveikja regnbogaljóma í hvítri dalaþokuuni
17*