Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Síða 72
254
TÍMARIT MÁLS OG MENNIKGAR
menningarinnar, en jafnframt sársaukafull endurtekn-
ing þeirrar staðreyndar, að þeir myndu halda leiðar
sinnar í bíti um morguninn. Ég bað guð í bimnaríki
að koma inn í baðstofuna og bjálpa mér til að eignast
stjörnutækið, áður en þeir liyrfu á brott. Ég spennti
greipar og starði bljúgur út í skammdegisnótlina eins
og ég byggist við kraftaverki. Ef til vill átti ég beldur
að beina máli mínu til frelsarans, því að liann var vin-
ur barnanna. Ó, Jesús, Jesús, góði Jesús, sonur Maríu
meyjar, getinn af heilögum anda, krossfestur, dáinn og
grafinn, ó, hjálpaðu mér, Jesús. Ég skal alltaf vera góð-
ur, ef þú hjálpar mér. Ég skal aldrei bölva. Ég skal
aldrei svíkjast urn að tvinna. Ég skal aldrei toga í halann
á kusu. Ég skal aldrei dotta undir búslestrinum. Ó, gerðu
það, .Tesús. Gerðu það fvrir mig, Jesús. í nafui föðurins,
sonarins og bins heilaga anda.
Loks sofnaði ég við hliðina á pabba með nafn frels-
arans á vörunum.
En þegar ég vaknaði um morguninn, voru gestirnir
komnir á fætur. Þeir sátu við borðið, sötruðu kaffi og
átu nýbakaðar lummur. Þeir böfðu á sér ferðasnið:
ófarnar vegalengdir spegluðust í svip þeirra, ókunnir
markaðir göldruðu annarlegt fum í breyfingar þeirra
og slitu sundur hin blutlægu orð um næstu áfangastaði.
Ég var gripinn vonleysi og ótta: innan lítillar stundar
myndu þeir yfirgefa okkur, ásamt unaði heimsmenning-
arinnar; ég myndi kannski aldrei sjá þá framar, aldrei
oftar njóta þeirrar sælu, sem fylgdi návist þeirra. Ég
klæddi mig i hendingskasti og tifaði eirðarlaus um bað-
stofugólfið, án þess að vita, bvað ég átti að taka til
liragðs.
En velgerðarmaður minn kallaði: Hæ, góðan daginn!
Hvernig svafstu í nótt? Hvernig dreymdi þig í nótt,
ungi dúnposi, ungi snillingur? Dreymdi þig kannski
stjörnurnar í Konstantínópel? Soldáninn? Kvennabúr-
in? Páfagaukana? Haba! Nú erum við að fara, ungi