Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Síða 73
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
255
vinur, ungi glókollur. Við komum kannski aldrei
aftur.
Það var eins og hann læsi hugsanir mínar. Hann bað-
aði höndunum, um varir lians lék íbyggilegt bros og
kolsvört augun glömpuðu, biræfin og hvetjandi.
Síðan stóðu þeir á fætur, tejrgðu úr sér rymjandi og
þökkuðu fyrir næturgreiðann. En ég var- gersamlega
ringlaður. Mér fannst lifshamingjan vera að yfirgefa
mig. Mér fannst allt í kringum mig hringsnúast eða
standa á höfði og hallast fram yfir sig, eins og það
myndi hrynja yfir mig í næsta vetfangi. Ég heyrði, að
kristniboðinn kastaði á mig kveðju. Eg fann, að hann
greip snöggt í liægri hönd mína. Ég heyrði, að velgerð-
armaður minn talaði um dúnposa og snilling. Og ég
fann, að hann klappaði mér á kollinn og hristi mig
allan að skilnaði. En því næst voru þeir horfnir út á
hlað ásamt foreldrum mínum og systur. Ég var einn
eftir í baðstofunni.
Og skyndilega tók ég ákvörðun. Ég gleymdi banni
föður míns, gleymdi heiðri mínum og samvizku: knú-
inn áfram af framandi afli opnaði ég púltið, opnaði
baukinn í púltinu og liellti ullarpeningunum mínum
í lófann. Það voru tíu spegilfagrir tuttuogfimmeyringar.
Ég hafði keppzt við systur mína í tínslunni upp um
brekkur fjallsins, hlaupið langar leiðir eftir hverjum
smálag'ði, orðið lafmóður eins og brjóstið ætlaði að
springa, orðið máttlaus í hnjánum eins og fæturnir
ætluðu að bögglast saman undir mér. Ég kreppti bnef-
ann utan um fjársjóðinn, lokaði púltinu og leit flótta-
lega í kringum mig. Var einhver að koma? Ég hljóp
út og rakst á móður mina í göngunum. Næturgestirnir
voru lagðir af stað. Þeir stikuðu vestur túnið, en faðir
minn þrammaði í gagnstæða átt með laup á baki. Hann
var á leið til fjárhússins. Sjrstir mín stóð enn við bæjar-
kampinn og borfði á eftir mönnunum. Hvert ætlarðu?
kallaði liún.