Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Qupperneq 76
258
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Þú mátt eig'a fuglinn, sem pabbi gaf mér í gærkvöldi.
Mig langar ekki til að eiga bann.
Ég stökk ofan af koffortinu og hnippti snöggt í band-
legginn á henni, alveg eins og þegar galdramaðurinn
hnippti í handlegginn á mér, hóf upp aðra augnabrún-
ina, en lét hina siga, setti stút á munninn og hvíslaði:
Ég skal sýna þér dálítið skrítið, ef þú vilt tvinna fyr-
ir mig.
Hvað er að sjá þig, strákur! sagði systir mín bros-
andi. Af hverju grettirðu þig svona i framan?
Ég stakk hendinni í vasann og lét skína í typpið á
gormpípunni. Trúirðu nú? spurði ég.
Hvað er þetta? Hún hætti að prjóna og liorfði for-
vitnislega á mig.
Ég skal sýna þér það allt, ef þú vilt tvinna svolitla
stund fyrir mig, sagði ég drýgindalega. En þú mátt
ekki kjafta frá. Þú mátt ekki láta pabba vita. Og ekki
mömmu heldur. Viltu sveia þér upp á það?
Já, sagði systir mín og sveiaði sér.
Og ætlarðu að tvinna lika?
Já, sagði systir mín og sveiaði sér aftur.
Ég tók töfragripinn upp úr buxnavasanum og kveikti
á stjörnunum, en systir mín rak upp stór augu. Hvar
fékkstu þetta? spurði hún undrandi og reyndi af fremsta
megni að leyna öfund sinni. I gærkvöldi hafði liún lit-
ið á heimsmenninguna eins og syllujurt í hömrum fjalls-
ins eða fjarlægan regnboga, sem maður getur ekki liand-
samað og þaðan af síður eignazt; en þegar hún sá, að
ég hafði náð i þennan töfragrip, gerbreyttist viðliorf
hennar.
Ég keypli bara fyrir ullarpeningana mína, hvíslaði
ég. En þú ert búin að sveia þér upp á að segja ekki
neinum frá því. Ætlarðu ekki að tvinna?
Jú, svaraði systir min þrjózkulega, lagði frá sér prjón-
ana og tók við snældunni. Hún tvinnaði um liríð, en