Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Side 78
260
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAH
Eg átti stjörnurnar i Konstantínópel og þurfti ekki að
standa uppi á koffortinu og burðast við að kingsa snæld-
una. Ég notaði heimsmenninguna til þess að láta aðra
vinna fyrir mig. Mér fannst ég vera miklu eldri en sjö
ára gamall, miklu þroskaðri og livggnari en systir mín.
Ég gat skipað henni, stjórnað henni, kúgað hana til
að hlýða mér.
Heyrðu, sagði hún. Hvað eru þær margar?
Tuttugu og fimm, svaraði ég hreykinn.
Ég skal prjóna handa þér skotthúfu með rauðum
dúsk, ef þú hefur býtti.
Alveg sama, sagði ég.
Og gefa þér berjatinuna mína, hélt hún áfram.
Alveg sama, endurtók ég og' lét engan bilbug á
mér finna.
.Tæja, þá hælti ég lika, sagði hún og grýtti snældunni
út í horn.
Nei, þú varst húin að lofa að tvinna hálfan hnykil-
inn, sagði ég reiður.
Ekki nema ég fái að kveikja aftur, sagði hún undir-
furðulega og rélti fram höndina. Ég fékk lienni töfra-
gripinn með hálfum huga, því að mér geðjaðist ekki
að hreimnum í rödd hennar, ég' hafði aldrei lievrt
hann áður. Hún hrifsaði af mér tækið, ldó tryllings-
lega og kveikti og slökkti á víxl.
Ætlarðu að eyðileg'gja stjörnurnar mínar? hrópaði
ég örvinglaður. Fáðu mér þær!
Nei, aldrei, aldrei, sagði hún hlæjandi. Það var kom-
ið eitthvað vont og grimmt í augu hennar, eitthvert
hatursfullt og hlakkandi ofstæki, eins og hún myndi
ekki svífast neins.
éy að brjóta? spurði hún ögrandi og kreppti hnef-
ann utan um gormpipuna.
Eitl andartak var ég lamaður af ótta, magnlaus og
ráðþrota andspænis hinni óhjákvæmilegu stvrjöld; en
siðan tók ég undir mig stökk og harði hana í andlit-