Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Side 84
266
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Órjúfanleg bróðurbönd milli okkar og fólksins er
óhjákvæmilegt skihrrði til árangurs fyrir okkur verka-
mennina í garði listarinnar, stærri sem smærri, þekktra
sem óþekktra. Enginn listamaður getur skapað nokk-
uð, sem gildi hefur, ef hann er einangraður frá fólk-
inu, ef liann reynir að flýja viðburði dagsins inn í ein-
bvern fílabeinsturn. Listamaður, sem þannig er ein-
angraður frá fólkinu, frá hugsunum þess og draum-
um, vonum og þrám, sem flýr hinar alvarlegu stað-
reyndir stríðsins, er óhjákvæmilega dæmdur til að skapa
dauð verk, lifa vesölu lífi. Listamaðurinn deyr, þegar
hann dregur sig inn í skel sina.
Hinir miklu meistarar menningarinnar, sem við dá-
umst að og hafa gefið okkur lærdómsríkar liugsanir, er
bafa verið okkur hreinar opinberarnir, hafa alltaf auð-
kennt sig með því að þekkja fólkið, þeir bafa tekið þátt
í gleði þess og sorgum, fundið æðaslög lífs þess og allt-
af staðið í fylkingarbrjósti i baráttu þess. Og þeir, þess-
ir meistarar orðsins, lita, tóna og leiklistar, elskuðu al-
þýðuna, liðu þjáningar hennar, grétu tárum hennar,
hrærðust í ástriðum liennar og fundu eldinn í draum-
um liennar og hugsunum. Púskin liefur aldrei ritað
neitt eftirtektarverðara en það, sem bann orti um ást
sína á landi sínu og þjóð sinni. Gogol, Tolstoj, Tsjekoff
og Turgenjeff náðu aldrei eins langt í litauðugri frá-
sögn og þegar þeir skrifuðu um samlanda sína, rúss-
nesku þjóðina, rússnesku alþýðuna, rússneska fóstur-
mold. Verk hins mikla rússneska tónskálds, Glinka,
sem hæverskast var allra tónskálda, voru svo nátengd
tilraunum fólksins til að skapa sín tónverk, að liann
var vanur að segja: „Það erum ekki við, sem sköpum,
það er fólkið, sem skapar, við gerum ekki annað en
skrásetja og raða niður.“ Hið mikla ljóðskáld og
meistari tónlistar skilgreindi á þennan hátt tengsl sín
við hina rússnesku alþýðu og hennar stórkostlegu auð-
legð af sköpunarhæfileikum.