Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 86
2(58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hliða hinum nýju leikritum er haldið áfram að sýna
fræg listaverk fortíðarinnar og vandað til þeirra af
fremsta megni. Philharmóníu-hljómsveitir okkar lialda
áfram hljómleikum sínum eins og áður við mikla að-
sókn. Sóló-hljóðfæraleikarar okkar lialda áfram að gera
okkur tónskáldin liamingjusöm með hinurn djúpa skiln-
ingi, sem þeir leggja í verk okkar. Hinir áhugasömu
áheyrendur keppast um að sækja hljómleika okkar og
sjónleiki.
Þessar staðreyndir, sem eru eftirtektarverðar og á-
nægjulegar fyrir okkur, eru hræðilegar fyrir Hitler og
Göhbels. Við getum stært okkur af því, að á meðan set-
ið var um Leningrad, meðan blóðngar orustur voru
háðar á hverjum degi, meðan faliliyssur þrumuðu lát-
laust, þá þagnaði þar aldrei sönglist og hljómleikar.
Listin, sem í öðrum löndum hefði orðið að víkja til hlið-
ar á slíkum tímum, leita sér skjóls á rólegri stöðum,
varð í landi okkar að nýju vopni gegn fjandmönnun-
um. Hinir hetjulegu íbúar borga okkar, virkja olckar,
þorpa og býla leita í baráttu sinni andlegrar hressing-
ar hjá andagiftinni í hljómkviðum, söng, belgióðum og
göngulögum. Slíkar staðreyndir eru ekki einungis til
fagnaðar fyrir okknr, tónskáld Ráðstjórnarríkjanna,
heldur einnig ábyrgðarhluti.
Það, sem af eru þessu stríði, sem liáð er fyrir föður-
landið, hafa tónskáld okkar samið mörg eftirtektar-
verð verk. Tónskáldin vita, að sérhvert nýtt verk, rit-
að með hendi þess manns, sem ann föðurlandi sínu og
liefur náð hinum rétta blæ til að túlka hugsanir sínar,
jafnast á við barða kúlnahríð á fjandmennina. Jafn-
framt því, sem við unnum livert öðru, gerum við kröf-
ur til hvers annars. Og þess vegna má finna mikla auð-
legð og margbreytni í hljómlistinni eins og við ritum
bana nú. Frá hinu óbrotnasta sönglagi til fjölbreytt-
ustu bljómbviða og' söngleikja, veitir hljómlist Ráð-
stjórnarríkjanna landi okkar ómetanlegt lið.