Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 87
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
209
Ætlunarverk hljómlistar okkar er að skapa verk,
sem liafa að þungamiðju liina miklu viðburði líðandi
stundar. Verk þessi verða að fylgja tímanum, vera vold-
ug og áhrifamikil. En þótt það séu nútíðarverk, er þar
með ekki átt við, að gerðar séu lægri kröfur til inni-
halds listarinnar. Við verðum einnig, jafnliliða hinum
léttari verkum, að semja mikil, minningarverð verk,
fyrirferðarmikil að formi og mikilfengleg að innihaldi.
Við verðum að læra af hinum miklu meisturum for-
tíðarinnar, hvernig við eigum að verða þjóð okkar að
gleði og gagni í raunum hennar.
Við höfum þegar unnið þarft verk, en við eigum að
kosta kapps um að vinna óendanlega meira og betur.
Við hugsum of mikið um framtíð okkar til þess að láta
staðar numið við afrek líðandi stundar. Mikill lisla-
maður var eitt sinn spurður: „Hvaða verk yðar álítið
þér vera bezt?“ Hann svaraði: „Ég hef ekki skrifað
það ennþá.“ Við verðum stöðugt og æfinlega að vera
óánægðir með verk okkar, liversu vel sem þau heppn-
ast. Það er betra en sjálfsánægja og gort. Afrek okk-
ar eiga aðeins að vera hvatning til nýrra verka, þol-
betri vinnu, nýs, skapandi flugs.
Við, tónskáld Ráðstjórnarríkjanna, erum alltaf að
leita að nýjum stíl. Við verðum að lialda þvi áfram,
revna látlaust að fullkomna okkur, staðnæmast aldrei
eitt andartak, gleyma því aldrei nokkra stund, að list
okkar er í þjónustu fólksins, er nauðsynleg þjóð vorri,
því að hún styður hana í sigurbaráttunni.
Við njótum ríkisstyrks í fullum mæli, fólkið og rikis-
stjórnin ber okkur á höndum sér. Við megum ekki
bregðast því trausti, sem okkur er sýnt, ekki bregðast
þeim vonum, sem við okkur eru bundnar. „Áfram, að
nýju marki,“ sagði rússneska tónskáldið Mússorgski.
„Fram til sigurs,“ eru einkunnarorð hljómlistarmanna
Ráðstjórnarríkjanna, arftaka liinnar miklu heimsmenn-
ingar hljómlistarinnar.