Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 89
Umsagnir um bækur:
ÖrnArnarson: Illgresi. Önnur útgáfa. M.F.A. Reykja-
vik, 1942. 208 + xxiii bls.
Magnús Stefánsson hafti í mörg ár, eftir að hann átti þvi
nær allt efnið í þetta kvæðasafn tilbúið, varizt ásókn útgef-
cnda og áeggjan vina sinna og tregðazt við að láta bókina frá
sér fara. En um þessa nýju útgáfu Illgresis hefur tekizt svo
giftusamlega sem forsjón hefði verið þar að verki. Magnúsi ent-
ist aklur til þess að ganga frá henni, eins og hann ætlaði sér
að haf'a hana, — ráða við sig, hver kvæði hann vildi birta,
leggja síðustu hönd á þau, raða þeim og fylgjast með prentun
þeirra. En útkoma bókarinnar dróst fram yfir fráfall hans. Að
visu mun mörgum finnast raunalegt, að hann skyldi ekki lifa
það að vita, hversu vel henni yrði fagnað. Hitt er þó trúlegra.
að sú ánægja hefði orðið blandin. Honum hefði að sumu leyti
fundizt lifið tómlegra, er hann hafði sleppt kvæðunum frá sér,
„selt sál sína“, eins og hann komst að orði, þegar hann liafði
sent fyrstu kvæði sín til birtingar í Eimreiðinni (1920). Og að
tvennu leyti hefur þessi útgáfa Illgresis grætt á þvi, að hún
kom ekki fyrr en þetta. Eftir lát höfundarins var afráðið að
auka við fullprentuðu bókina hálfri annarri örk. í þeim bókar-
auka er síðasta kvæði Arnar Arnarsonar, Þá var ég ungur, sem
þegar er þjóðkunnugt og meðal allra beztu kvæða hans. Það orti
hann vikurnar áður en hann fór á sjúkrahúsið og lagðist þar
banaleguna. Er eins og hann hafi ekki getað lagzt til hinzlu
hvildar, fyrr en hann hafði lokið þvi. Og enn er i bókarauk-
anum prýðileg ritgerð um Magnús Stefánsson eftir dr. Bjarna
Aðalbjarnarson, og mundi bún ekki hafa fylgt Illgresi, ef það
hefði komið út að skáldinu lifandi. Ritgerð þessi er ekki nema
16 blaðsíður, reyndar með smáletri, en hún er ótrúlega efnis-
mikil og riluð af góðri þekkingu og næmum skilningi á örlög-
um og eðlisfari Magnúsar. Þótt hún fjalli lítt um ljóðin bein-
línis, mun hún verða lesendum þeirra mikils virði. Kvæði Arnar
Arnarsonar virðast reyndar svo Ijós, að þau þurfi engra skýr-
inga við. En enginn mun lesa þau sér að fullu gagni, hvorki
það, sem þar er kveðið né hálfkveðið, nema hann viti líka nokk-
ur deili á Magnúsi Stefánssyni. Áhöld eru um, hvor þeirra var