Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Side 90
272
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
merkilegri. Magnúsar verður að vísu minnzt vegna kvæða Arnar.
En þeim, sem þekktu Magnús, mun verða hann engu óminnis-
stæðari en beztu kvæði hans, og svo mun þvi fleirum fara sem
honum verður rækilegar lýst.
Mér er nær að halda, að fáar bækur hafi orðið höfundi sín-
um dýrkeyptari en þessi. Skáldskapurinn var meginþáttur í ævi
lians og ástundun frá æskuárum til loka. Allt annað, sem hann
fékkst við, var annaðhvort vinna fyrir brýnustu lifsnauð-
synjum, menntun og þjálfun til þess, að skáldgáfa hans gæti
notið sín, eða hjáverkadund, sem stundum virtist eins konar
flótti frá því að yrkja, af því að hann var hræddur um að geta
ekki gert sjálfum sér til hæfis. Svo dult sem Magnús fór með
ljóð sín, óskaði hann þeim bæði frægðar og langlífis og taldi
ekki eftir sér tímann að gera þau hvors tveggja verð. Einu
sinni barst kvæðið Amma kvað i tal milli okkar. Mér hefur alltaf
fundizt það perla og sagði við hann, að ég hygði það mundu
seint fyrnast, en bætti við: „Þér er reyndar liklega sama
uin það.“ Magnús svaraði óvenjulega snöggt og fast: „Nei, mér
er ekki sama um það.“ Þetta var eina skiptið, sem Magnús lét
svo berlega uppi við mig, hvers virði ljóð hans væru honum,
og hann sagði mér á eftir, hvernig þetta kvæði hefði orðið til.
Það var að búa um sig i honum lengi sumars, meðan hann var
i vegavinnu og við jarðabætur austur á Þingvöllum. Hann fór
að sjá gamla konu sitja og róa með barn i fangi. Hann sagðist
hafa séð hana bera við ghigga, ekki alveg á hlið henni, heldur
sniðhallt aftan á hana, og fyrst sýndist honum hún vera með
stúlkubarn. Seinna sá hann, að barnið var drengur. Upp úr
þvi fór kvæðið, sem hún raulaði, að skapast, og hann orti það
veturinn eftir.
Mér virðist, er eg liorfi nú yfir þessa bók, að Magnús hafi
átt í fari sínu gáfur, skap og djörfung til þess að verða frum-
legra og stórbrotnara skáld en hún ber vitni um, — hann hefði
getað markað meira spor í sögu íslenzkrar ljóðagerðar. Nokk-
uru hafa valdið erfið ævikjör, raunir, sem lömuðu viðkvæma
lund, en miklu, að hann var of fjölhæfur, íhugull og vandfýsinn
til þess að leggjast allur i eina kvisl af sjálfum sér. Kvæði hans
eru ekki fylking, sem ryður nýja braut i yrkisefnum og formi,
svo að marki öðrum skáldum stefnu, heldur margbreytileg, ein-
förul, eins og höfundurinn, þótt svipur lians sé á þeim öllum.
Hið einstaka kvæði, listaverkið, var honum nægilegt viðfangs-
efni um sinn, stundum fremur íþróttin en efnið. Margt heill-
aði. Engin stefna í hugsun né nýbreytni í formi virtist jiess
virði, að leggja rækt við hana með iðni dropanna, sem hola