Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Síða 97
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 279 Þingvalla er ætlaður, — ég undantek ekki vistarverur bágstödd- uslu sveitarómaga í Reykjavík.“ Halldór krefst, að úr þessu sé bætt: „Við eiguni ekkert sumarhótel, sem fullnægi skilyrðum, sem gerð eru til þriðja flokks gistihúss á Norðurlöndum, hvað þá meira. Þingvellir mættu gjarnan vera liið fyrsta, þar sem við gætum kinnroðalaust boðið erlendum gesti inn......“ Hér er sannarlega drepið á mál, sem nauðsyn væri að taka upp að nýju. I-Iirðuleysið um Þingvelli er til vansæmdar þjóðinni, og eí mál til komið, að Þingvallanefnd verði krafin skilagreinar um störf sín, og myndi ekki úr vegi að fela þau öðrum mönn- um, er ættu meiri hugkvæmd og framtakssemi og næmari til- finningu fyrir heiðri Þingvalla. Vettvangur dagsins skipar sér við hlið fyrri ritgerðasafna höfundarins, Alþýðubókarinnar og Dagleiðar á fjöllum. Meginið af þessum ritgerðum hefur birzt áður, en það er mikils vert að hafa þær allar á einum stað. Bókin er nærri 500 blaðsíður, snoturlega útgefin á þunnan og góðan pappír. Ritgerðasöfn Halldórs eru glæsilegt vitni þess, hvernig höf- undur, sem skrifar fegurstu og fullkomnustu skáldverk, heyr jafn- hliða pólitíska og menningarlega haráttu samtíðar sinnar, — en reyndar mætti bæta við, að gildi og dýpt skáldverka hans hefðu aldrei orðið slík að öðrum kosti. Kr. E. A. FRÁ ÍSLENZKUM AÐLI TIL INDRIÐA MIÐILS. Ég var enn á ný að grípa niður í íslenzkan aðal og Ofvit- ann, og mikill unaður er alltaf að lesa þær bækur. Persónuleiki höfundarins er þar eins og kristall með mörgum flötum, þar sem speglast og glitra atburðir og persónur, sem komizt liafa í námunda við hann. Því oftar sem maður les bækurnar, þvi fleiri fleti uppgötvar maður og þvi fleiri ljósglit. -Svo djarfur er höfundurinn víða að þræða einstigu listarinnar á hengiflugi einfaldleikans, að lesandinn er í spennandi ótta um það, að í næsta fótmáli muni hann hrapa niður i urðina miklu, þar sem hugsunin liggur vængbrotin, orðin ilmlaus og hjáróma, urðina, þar sem öll hin misheppnaða list bíður dauða síns. En Þór- bergur er fótviss, og á þessum leiðum þekkir hann sig. Hvert atvik, sem hann lýsir, liefur hann lifað sjálfur. Persónurnar, sem hann segir frá, hefur hann lifað samvislum við ár og daga, og stundum eru þær kannski annað gerfi hans sjálfs, en sjálf- ur er hann ekki einhamur og getur brugðið sér i fleiri líki en lesendur hans grunar í fljótu bragði. Margbreytileg viðhorf eru í þessum bókurn, og gamansemin cr þeirra dýra krydd og hun- angsilmur. Hafa menn gert sér grein fyrir, hvílík dýrindi þess-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.