Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 105
TÍMAUIT MÁLS OG MENNINGAR
287
að velja efni í Islenzkar minjar, svo að ekki yrði alll
of lauslega farið í það, sem um skyldi rita. 3) Sérstak-
lega torvelt var að semja íslenzka menningu samtímis
Minjunum, svo að ekki yrðu endurtekningar eða efni
sleppt úr í. M., sem skerti lieildarsvip bókarinnar.
Þess vegna gerði ég liaustið 1941 róttæka breytingu
á skipulagi Arfsins, með samþykki félagsstjórnar og
félagsráðs Máls og menningar, á þessa leið:
1) ísland á að verða tvö bindi i stað eins og íslenzk
menning þrjú bindi í stað tveggja. Þessi fimm bindi
verða þá samanlögð 200 arkir eða jafnstór því, sem
Arfur íslendinga átti upphaflega að vera.
1) En því fer fjarri, að áætlunin um íslenzkar minj-
ar sé úr sögunni. Þegar lokið er útgáfu þessara fimm
binda, — eða jafnvel fyrr, ef verkast vill, — mun Mál
og menning hefja útgáfu minni bóka, 10—15 arka i átta
blaða broti, sem fjalla um efni þau, sem átti að rita
um í Minjunum, til betri hlítar en þar hefði verið unnt.
Þessu ritsafni mun félagið balda áfram um óákveðinn
tíma, unz gerð hafa verið nánari skil sem flestum þeim
atriðum úr sögu vorri, menningu, bókmenntum, listum
o. s. frv., sem eru eða eiga að vera lifandi þættir í and-
legu lífi þjóðarinnar. Mun fyrsta bindið (eða jafnvel tvö
fyrstu bindin) verða um íslenzka tungu, sögu hennar
og rækt þá, sem nú virðist skylt og kleift að leggja við
hana.
3) Hver bók verður alveg sjálfstæð, en Arfur Ís-
lendinga þó sameiginlegt heiti alls safnsins, bæði þeirra
fimm binda, sem upphaflega var gerl ráð fyrir, og fram-
baldsins, svo sem markað er á þessari bók.
*
Uppliaflega var áætlað, að útgáfu Arfsins, fimm bind-
anna, yrði lokið árið 1943. Var fyrirhugað, að prentun
íslenzkra minja byrjaði þegar eftir nýár 1941, lslands
um mitt sumar sama ár, en íslenzkrar menningar um
mitt sumar 1942.