Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 19
JÓN BISKUP ARASON OG SIÐASKIPTIN 177 guðspjöllunum. Þýðing og prentun guðspjallanna er allmerkur atburð- ur í íslenzkri bókmenntasögu, því að verið getur, að þar sé um að ræða fyrstu bók prentaða á íslenzka tungu og þýðingin sé sprottin af fræði- mannsáhuga og ást Jóns á íslenzku máli. í gamanvísu skipar hann ís- lenzku máli skör hærra en latínunni. Þó er hægt að ímynda sér, að guðspjallaþýðing Jóns sé gerð til þess að þóknast konungi og siðskipta- mönnum eða að minnsta kosti til þess að halda í við þá, þar eð þeir stóðu að útgáfu Nýjatestamentisins, prentuðu í Danmörk 1540. Samt er sennilegra, að Jón sé brautryðjandinn á þessu sviði og ýti óbeinlínis Skálholtsþegnum til athafna. Úr því að Jón fór að brjótast í því að fá prentverk út hingað, hefur hann eflaust haft margvíslegar framkvæmd- ir í huga, og sjálf stofnun prentverksins er áfangi í íslenzkri menn- ingarsögu. Við getum varla ímyndað okkur, hvert hlutskipti íslendinga hefði orðið, ef þeir hefðu hlotið sömu örlög og Norðmenn í siðskipta- baráttunni. I þeim átökum var hellt yfir þjóðina ógrynnum af dönsku guðsorði og höggvið á tengsl hennar við fortíð sína og þann menning- ararf, sem tengdur var fornri tungu landsmanna. í Noregi var danska ritmál og tunga yfirstéttarinnar fram á 19. öld, en það kom aldrei til álita að boða Islendingum hinn nýja sið á danska tungu. Með starf- semi sinni í þágu íslenzkra mennta reið Jón Arason á vaðið fyrir at- hafnasama forleggjara siðskiptatímans eins og Guðbrand Þorláksson. íslendingar björguðust því út úr þessu byltingarflóði án þess að bíða verulegt tjón á sálu sinni og varðveittu menningararf sinn, þrátt fyrir efnahagsöngþveitið, sem herjaði hér á næstu öldum. Skáldið Jón Arason Jón Arason er bezta skáld samtíðar sinnar á íslandi. Eftir hann er varðveitt allmikið af helgikvæðum og tækifæriskveðskap. í þessum skáldskap hans kemur alls staðar fram karlmennskan og athafnagleðin, sem einkenndi þennan mikilhæfa mann. Hann er mikill hagyrðingur og leikur sér að dýrum háttum, en hann er ekki að sama skapi mikill and- ans maður. Hann er ekki innblásinn af sannfæringarkrafti og trúar- ofsa, enda háðu menn hér lítið sálarstríð í sambandi við siðbótina. Jón Arason var í eðli sínu bjartsýnn framkvæmdamaður, laus við dul- hyggju og skáldóra. Hann hefur eflaust trúað því einhvern tíma, að Tímarít Mcíls og menningar, 3. h. 1950 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.