Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARGREINAR
165
garði, t. d. á Hrafnsíjarðareyri, í Skjaldabjarnarvík og í Reykjafirði — þar
meira að segja þrjú, og bóndinn sagðist hafa gert sér að skyldn að halda einu
þeirra við. Hvernig stendur á þessum utangarðsleiðum? Um Hall á Horni vita rnenn
að hann lét grafa sig yfirsaungvalaust í túni sínu; ég hef ekki kynt mér tildrög þess;
máttu uppvísir heiðíngjar liggja utangarðs á 18. öld? Voru þess dæmi í afskekt-
um stöðum, þar sem ilt var að ná til kirkju, að menn væru grafnir í heimahögum?
Aungvar sagnir eru leingur bundnar þessum leiðum, þau eru ráðgátur. Væri ekki
þess vert að rjúfa þau til að gánga úr skugga um hvort þetta séu í rauninni grafir
manna; og væri undarlegt ef sannaðist, svo ríkt sem geingið var eftir því, og er
enn, að menn fái leg við kirkju. Um leiðið á Hrafnsfjarðareyri (hér er ekki átt
við Fljóðuhól) er sú gömul sögn að kellíng ein forn í skapi, sem þar hafði leingi
átt heirna, hafi látið grafa sig í túnjaðrinum, á mótum mýrar og valllendis, þaðan
sem útsýni er best ulareftir firði. Eftir því gamla lögmáli að snúa þjóðsögum uppá
fræga menn ef snertipúnktur er til, er á síðustu áratugum farið að segja að Fjalla-
eyvindur sé grafinn í þessu forna leiði; en Halla var sem kunnugt er frá Hrafns-
fjarðareyri, og þar bjuggu þau Eyvindur búi sínu milli þess sem þau áttu heima í
óbygðum; hér er Eyvindur talinn deya 1782. Kirkjubækur Staðarsóknar í Grunnavík
eru glataðar frá þessum tíma, en aungvum hefur þótt það sennilegt að svo skilvís
maður og meinhægur í heimahéraði sem Eyvindur var, og auk þess í rauninni aldrei
dæmdur, hefði verið grafinn utangarðs, slíkt hefðu kirkjuyfirvöld ekki leyft; að-
eins iðrunarlausum morðíngjum var meinað kirkjuleg á þessum tíma, sem svo er
nærri oss að afar og lángafar núlifandi manna voru samtímis Eyvindi; ég hefði til
dæmis getað talað við persónulega kunníngja þeirra manna sem fylgdu Fjallaeyvindi
til grafar. Páll Melsteð sagnfræðíngur segir svo frá í gamla Islendíngi 16. fehr. 1861,
að hann liafi þekt mann sem á úngh'ngsárum var sjálfur á Stað í Grunnavík þau ár
sem Eyvindur og Halla voru þar grafin. Jón Þorkelsson hefur bætt þar við þeim
fróðleik að heimildarmaður Páls hafi verið Árni Helgason stiftprófastur í Görðum,
síðar dómkirkjuprestur í Reykjavík; en liann er að alast upp á Stað í Grunnavík á
þvf méli þegar Eyvindtir er að telja út. — Athugasemd dr. Jóns er skrifuð útá spáss-
íuna í eintaki Þjóðskjalasafns af grein Páls Melsteðs.
Einhver framtakssamur maður og þó nokkuð bíræfinn, ekki ýkjavel að sér í staf-
rófinu og mátulega linur í réttritun, hefur sett Eyvindi stein með hlægilegri áletran
á „leiði kellíngar" á Hrafnsfjarðareyri. Fróðleikur manns þess er steininn setti hef-
ur ekki hrokkið til þess að burðarár Eyvindar eða dánardægur kæmist í lesmál
þetta.
Rammíslensk þjóðlífsmynd: Kunníngi minn er einhverju sinni staddur í kirkju-
garði norður á þessum heimshjara ásamt sóknarpresti þar. Hann hefur orð á því.
við prest að sér þyki leiðin ekki merkileg né hirðan beysin á þessum urtagarði
drottins. Þó er í garðinum einn minnisvarði úr steini með kyrfilega gerðri áletran
þess sem þar liggur undir. Gesturinn lætur í ljósi undrun sína á því sem lesið
verður af áletraninni, að einn æskumaður ófrægur með öllu skuli hafa hlotið minn-
isvarða meðan gildir bændur og merkismenn verða að búa hér við kollótt „leið“.
Hvað bar til að þið fóruð að setja þessum únglíngi stein? Klerkur (í afsökunar-