Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 37
JÓN BISKUP ARASON OG SIÐASKIPTIN
195
Kristján III. ritaði klerkum í Hólabiskupsdæmi þetta ár og bauð
þeim að kjósa sér annan biskup í stað Jóns Arasonar. Konungur segir,
að biskup hafi á allan hátt forsmáð kirkjuskipan sína og brotið marg-
víslega af sér gegn kóngdóminum og föðurlandi sínu og verið dæmdur
útlægur af alþingi. Jón var sennilega aldrei dæmdur útlægur á alþingi
á annan hátt en þann, að konungsbréf frá 1549 hefur verið lesið í lög-
réttunni eins og aðrar konunglegar tilskipanir, sem landsmenn urðu að
þola. Sömuleiðis ritaði konungur Daða Guðmundssyni og Pétri Ein-
arssyni og bað þá að styrkja hirðstjórann Laurenzíus Mule við það
að handtaka Jón Arason, svo að konungur neyddist ekki til þess að
senda erlendan her til landsins almúganum til stórtjóns. Um svipað
leyti sendi Pétur Palladius Sjálandsbiskup Jóni bréf og reynir þar að
telja um fyrir honum og segir, að Sigvarður ábóti hafi tekið sinna-
skiptum, en Jón geti náð sáttum við konung, ef hann snúi frá villu
sinni.
Þessi bréf höfðu auðvitað engin áhrif á framkomu Jóns, en styrktu
aftur á móti andstæðinga hans. Nú vildi svo til, að þýzkir kaupmenn
höfðu ruskað umboðsmanni konungs allóþyrmilega um vorið. Arið
1549 gerðu umboðsmenn konungs allmikinn varning upptækan fyrir
Hamborgarmönnum, en kaupmenn komust að samkomulagi við hans
hátign um veturinn og fengu bréf upp á það, að vörunum skyldi skilað
aftur. Þegar kaupmenn komu hingað um vorið, settu þeir kaupstefnu
í Hafnarfirði, og kom þangað Kristján skrifari, umboðsmaður höfuðs-
manns. Á kaupstefnu þessari urðu nokkrar ryskingar, og gripu kaup-
menn Kristján og keyrðu í bönd. Þannig stóðu málirx, er Laurenzíus
Mule, höfuðsmaður, kom út, en konungi hafði láðst að tilkynna hon-
um, að kaupmenn ættu að fá aftur upptækan varninginn. Þáefðist Mule
fyrir og stefndi málunum til alþingis. Kaupmenn létu þá gremju sína
bitna á Kristjáni skrifara. Þeir fóru með mannsafnaði um Suðurnes
og létu hann hlaupa fyrir hestum sínum og vísa sér á fiskbirgðir kon-
ungs og kaupmanna, en þröngvuðu bændum til að flytja fiskinn út í
skip. Ofan á allt þetta varð Kristján að leggja á borð með sér tvær
lestir af skreið, meðan hann var í haldi. Að lokum var honum sleppt
gegn þvi, að hann talaði aldrei illa um Hamborgara, því að ella skyldi
enginn danskur maður halda lífi hér á landi.