Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 35
JÓN BISKUP ARASON OG SIÐASKIPTIN 193 ján III.: „Þessi biskup hefur á margan annan hátt hagað sér ósæmi- lega og sem óhlýðinn þegn, og þykjumst vér sjá mega, að þetta myndi hann ekki haft gert, ef Hamborgarar hefðu ekki hvatt hann til þess.“ í Oddeyrardómi 1551 segir, að Jón hafi ætlað að koma landi og þjóð undir aðra þjóðhöfðingja. Þótt engin skjalleg gögn finnist enn um sainninga Jóns Arasonar við Þjóðverja, Englendinga eða Hollendinga, þá eiga allar þessar þjóðir allmikilla hagsmuna að gæta hér á landi, svo að fullvíst má telja, að einhverjir þegnar þeirra hafi haft náin sam- bönd við Jón biskup. Það er vitað, að bæði Þjóðverjar og Englending- ar gera sér mikið far um að efla hér útgerð sína og verzlun og áttu því í brösum við umboðsmenn konungs, því að Kristján III. vildi koma verzlun íslendinga sem mest í hendur Dana. Englendingar háðu styrj- öld við Hansamenn og Dani um 1470 út af íslandsverzluninni, en landa- fundirnir miklu breyttu svo gildi íslands í verzlun Evrópubúa og fisk- veiðum, að ekkert ríki var framar fúst til þess að leggja í vafasama styrjöld einungis út af íslandsverzluninni. Af þessum sökum getur ver- ið, að einstakir kaupmenn hafi borið sig borginmannlegar en þeim bar við Jón Arason og jafnvel fullvissað hann um styrk stjórna sinna, þótt þeir vissu, að sá styrkur yrði aldrei veittur, ef Jón yrði dæmdur uppreistarmaður gegn konungi. Jón Arason hefur þó sennilega aldrei reynt að ráða ísland undan Danakonungi með samningum við stjórnir annarra ríkja, en hann hefur leitað stuðnings erlendra manna til styrktar málstað kaþólsku kirkjunnar hér á landi. Við slíkar málaleit- anir hefur hann e. t. v. lofað enskum eða þýzkum kaupmönnum að styrkja verzlun þeirra hér á landi, en til þess hafði hann fulla heimild sem íslenzkur höfðingi samkvæmt lögum landsins, enda lýsir konung- ur yfir því 1549 í bréfi til Hamborgar, að íslendingar sjálfir hafi fyrst og fremst rétt til verzlunar í landi sínu. Átökin milli konungs og kaup- manna um íslandsverzlunina hörðnuðu stöðugt, eftir því sem leið á 5. tug 16. aldar, og gætni konungs eða jafnvel undanlátssemi hans við íslendinga, t. a. m. Gissur Einarsson og Jón Arason, verður ekki skilin nema haft sé í huga, að hér á landi átti konungur ekki eingöngu í höggi við íslendinga, heldur einnig Englendinga og Þjóðverja. Tímarit Máls og menningar, 3. h. 1950 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.